Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1953, Side 54

Andvari - 01.01.1953, Side 54
ANDVARI Milli Beruvíkurhrauns og Ennis. Eftir Magnús Má Lárusson. Svo segir í Landnámu, að Váli hinn sterki hafi heitið hirð- maður Haralds konungs hins hárfagra. Hann vó víg í véum og varð útlægur. Hann fór til Suðureyja og staðfestist þar, en synir hans þrír fóru til fslands. Hét einn Atli, annar Alfarinn, þriðji Auðunn stoti. Atli Válason og Asmundur, sonur hans, námu land frá Furu til Lýsu í Staðarsveit.1) Auðunn stoti nam Hraunsfjörð allan fyrir ofan Berserkjahraun, á milli Selvallavatns og Tröllaháls.2) Alfarinn nam Snæfellsnes milli Beruvíkurhrauns og Ennis. Eigi getur Landnáma þess, hvar Alfarinn hafi tekið sér bólstað, og sennilega hefur hann heitið öðru nafni, en Alfarinn verið viður- nefni hans. Hins vegar er skylt að geta þess, að orðið Alfarinn kernur fyrir sem mannsnafn, þótt ákaflega sjaldgæft sé, og ætti Alfarinn Válason að vera eini maðurinn sannsögulegi, sem borið hefur það nafn. f nafnaþulunum í Skáldskaparmálum kemur orðið fyrir sem nafn á jötni.3) í Ynglingasögu er sagt frá því, að móðurfaðir Olafs konungs Geirstaðaálfs hafi heitið Alfarinn og verið konungur í Alfheimum, er þá voru kallaðir milli Raum- elfar og Gautelfar.4) Ennfremur virðist sá Alfarinn hafa tekið þátt í Brávallabardaga með Hringi konungi, en hér er þó senni- lega ekki um neina sannsögulega persónu að ræða.5) Alfarinn virðist geta verið myndað eins og Þórarinn (Þór-arinn), og ætti líklega að rita nafnið Álfarinn (Álf-arinn). Synir Álfarins voru þeir Höskuldur, er bjó að I löskuldsám, og Ingjaldur, er bjó a

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.