Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1953, Page 55

Andvari - 01.01.1953, Page 55
ANDVARI Milli Beruvíkurhrauns og Ennis 51 Ingjaldshóli, Goti að Gotalæk, Hólmkell að Fossi við Hólm- kilu.6) Ennfremur var Saxi á Saxhóli, sonur Ingjalds, er rek- inn var í burtu af Grímkeli Hlfssyni, bróður Gunnbjamar, er Gunnbjamarsker eru við kennd. Grímkell nam land frá Beru- víkurhrauni til Neshrauns og út um Ondverðames og tók sér bólstað að Hrauni hjá Saxhóli, sem nú nefnist Forni-Saxhóll.7) Mun það vera réttasti skilningur á orðalagi Landnámu, enda stóð bærinn alveg við hraunjaðarinn. Yngri heimildir greina öðruvísi frá. I Bárðar sögu Snæfells- áss segir, að Ingjaldur Alfarinsson hafi fundið sér land að Ingjalds- hóli að ráði Bárðar Dumbssonar, en honum hafði hann orðið samferða til Islands. Ennfremur segir í sögunni, að Hólmkell hafi verið bróðir Ingjalds, faðir Ketilríðar, er Víglundur orti flest- ar vísur um.8) I Víglundarsögu segir svo, að Hólmkell hafi búið að Fossi við Hólmkilu. Hann var Álfarinsson, Válasonar, bróðir Ingjalds að Ingjaldshóli og Höskulds að Höskuldsstöðum og Gota að Gotalæk. Segir svo, að Þorgrímur prúði Eiríksson hafi keypt land að Ingjaldshóli, en Ingjaldur færi kaupferðum í annan stað.°) Rekst heimild þessi á við aðra betri um Þránd stíganda Ingjaldsson, er síðar verður getið. Bárðar saga Snæfellsáss er talin rituð á fyrra hluta 14. aldar, en Víglundarsaga er líklega rituð á síðari híuta 14. aldar.10) Þó er það eftirtektarvert, að Bárðar saga skuli vitna til vísna Víg- lundar. Hvernig sem litið er á heimildir þessar, þá virðist þó öruggt, að þeir hræðumir, Álfarinssynir, hafi búið á ofangreindum stöð- uni. Em þeir þekktir enn í dag undir sömu nöfnum eða því sem nasst, nema Höskuldsár, þar sem nú er verstöðin og kauptúnið Sandur. Um kauptúnið á Sandi rennur enn á, er nefnist Höskuldsá, °g tengir heiti það Sandinn við landnámstímann. Snemma hefur athafnalíf hafizt og dafnað á þessum slóðum. I Eyrbyggju segir svo frá, að Þóroddur skattkaupandi að

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.