Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1953, Page 59

Andvari - 01.01.1953, Page 59
andvaei Milli Beruvíkurhrauns og Ennis 55 metinn til 10 hundraða í Vilkinsbók, og er það eins í Jarða- bókinni.32) Jarðir þessar þrjár liggja saman þann veg, að túnin eru ein spilda og úthaginn óskiptur og fleira, sem sameiginlegt er. Land- námsjörðin Ingjaldshóll hefur þá verið ein 42—50 hundruð óskipt, og er það sú stærð, sem búast mátti við. Hraunskarð skiptist svo aftur í Hraunskarð, Munaðarhól og Idallsbæ, og voru þeir síðarnefndu hvor fyrir sig fjórðungur jarð- arinnar, þótt Hallsbær sé aðeins talinn 2 hundruð í Jarðabókinni, en Munaðarhóll 5.33) Skiptingin hélt svo áfram, og að lokum hverfur heitið Hraunskarð á byggðu býli.34) En þetta er á margan hátt eðlilegt. Á þessum stað hefur jafnan mannmargt verið, og er hann sennilega einhver sá staður, sem lengst hefur myndað raunverulegt þorp hér á landi. Otti Stígsson, höfuðsmaður, skiptir Neshreppi hinum foma í tvennt um Ólafsvíkurenni árið 1547 og setur þingstað að lngjaldshóli „sakir þess fólksfjölda, sem optast er á Snæfellsnesi og Hjallasandi".35) Og samkvæmt manntalinu árið 1703 hafa verið á þeim stað, er nú nefnist Sandur, 295 manns. En árið 1711 eru þar ekki nema um 140 manns á meginhluta staðarins, (í Keflavík og á Brekkum), og virðist það vera afleiðing Stóm- bólu árið 1707.36) Enda sést af Jarðabókinni, að árið 1711 var 31 búð á Brekkum, en 17 þeirra í eyði. Á Hjallasandi vom tald- ar 39 búðir, en 22 þeirra í eyði. Stóru-Hellu voru eignaðar 14 búðir, en 9 þeirra í eyði. í Keflavík vom taldar 19 búðir, en 12 þeirra í eyði.37) Þetta sama ár, 1711, gengu 3 skip í Keflavík, 4 voru á Brekk- um, en á Hjallasandi 10 skip.38) Er þetta ekki mikill fjöldi miðað við aðstæður allar. Þess skal getið, að Brekkur heitir yzti hlutinn á Sandi og sá vestasti. í Jarðabókinni er á tveimur stöðum talað um Hjalla- sandsbrekkur, en það er í sambandi við jarðir í Borgarfjarðar- sýslu, enda ekki rétt.39) Svo vill til, að varðveitzt hefur kaupbréf fyrir Ingjaldshóli

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.