Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1953, Side 68

Andvari - 01.01.1953, Side 68
64 Böðvar Jónsson ANDVARI heiman í kaupavinnu, var komið heim. Haustvertíð stóð til að- fangadags jóla. Miklu færri skip gengu á haustvertíð en á öðrum vertíðum, enda fátt urn aðkomusjómenn. Mest voru notuð sex- manna för á haustvertíð. Á þeim var höfð sjö manna áhöfn með formanni. Þó voru stundum notuð stærri skip, áttæringar, eða minni hátar, fjögurramannaför. Flestum útvegsmönnum þótti nauðsynlegt að ráða einn mann yfirskips, sem kallað var, því alltaf gat einhver af skipshöfn fatlazt frá róðrum um lengri eða skemmri tíma, en úr því er vertíðin hófst, var sjórinn kappsamlega sóttur. Þótti því miklu varða, að hér væri sem bezt fyrir öllu séð, er sjósóknina varðaði. Formennirnir kostuðu kapps urn að ná í sem bezta háseta, hafa skip sín sem bezt úr garði gerð, eftir því sem frekast var kostur á, nota sem stærst segl að fært þótti, til þess að geta verið sem fljótastir í förum, róa sem fyrst á morgnana og komast sem fyrst til miða í veiðiskapinn. Keppi- kefli þeirra var að afla sem mest og komast í álit fyrir góða for- mennsku. En til þess að komast í formannsstöðu, varð maður fyrst að afla sér álits sem góður háseti, dugnaðar þjarkur, svo að einhver útvegsbóndinn tæki eftir manni og falaði hann til for- mennsku á báti sínum. Formannsstaðan var oftast trygg, ef ekki vildi til alfarið tap á öllu, skipi og mönnum. Ekki vissi ég til, að neinn formaður félli í áliti, þótt hann í róðri missti skip og afla, sem við bar í vondum veðrum, og stundum einn eða fleiri af hásetum sínum, en væri svo bjargað af öðrum. Nei, þessir menn fengu ef til vill meira traust, meiri samúð fjöldans fyrir bragðið. Oftast var sú orsök til skaða á skipi og mönnum, að full djarflega var siglt eða ofhlaðið af fiski, en slíkt henti stundum hina dugmestu formenn og slarkaðist furðanlega, þótt lítið eða ekki mætti þá út af bera. En óhapp getur alla hent. Flestir karlmenn hér um slóðir sóttu sjó, allt frá drengjum um fermingu til gamalmenna. Þó voru nokkrir skipasmiðir, sem ekki reru á haustvertíð. Vil ég þar til nefna Olaf Guðmundsson í Mýrarhúsum, Brynjólf í Nýjabæ, Þorlák á Bakka, og svo hinn

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.