Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1953, Page 70

Andvari - 01.01.1953, Page 70
66 Böðvar Jónsson ANDVARI uðu í flýti og drukku kaffi, en tóku því næst til við að gera að aflanum, eftir því sem við átti, er fór eftir því, hvort fiskurinn var ætlaður í salt eða til herzlu. Að því búnu gengu menn heim, drukku kaffi með brauðbita og fóru svo að athuga veiðarfæri sín eftir daginn, ef lína var lögð, og beita hana til næsta dags. i Meðaltími, sem daglega geklc í róður og vinnu við afla og veiðar- færi, mun að jafnaði hafa verið frá um kl. 4 að morgni til ld. 9—10 að kveldi, og þó stundum eitdrvað lengur, eða þá skemur, eftir veðri og aflabrögðum. Mun sex klukkutíma hvíld og svefn á sólarhring hafa þótt aligottý Með öðrum orðum var dagsverkið látlaus vinna á sjó og í landi í 18 klukkustundir og þetta gekk oft tímum saman, þegar gæftir voru stöðugar. Nú er að segja frá vinnu okkar í landi á haustvertíðinni, þá daga, sem maður ekki reri, eða ef skammróið varð vegna veðurs. Fyrst og lremst unnum við frá fyrstu hendi mestan hluta allra okkar veiðarfæra. Hampur var keyptur í verzlun og spunninn á rokka. Tvíþætt hampgarn var notað í hrognkelsanet. Var það grófgerður hampur, venjulega kallaður rússískur hampur. I þorskanet var notaður langtum fíngerðari hampur, ljósari á lit en hinn, nefndur ítalskur harnpur. Ilann var vanalega spunn- inn fínni og notaður þríþættur. Svo spunnum við líka í hand- færi og netateina, og yfirleitt var á þeim árum og svo fyrrum unnið sem mest heima. Efnin leyfðu ekki að kaupa nema sem minnst, og reynslan sýndi, að bezt var að vinna sem mest heima, enda voru allir eitthvað að vinna, annað hentaði ekki. Hér við sjóinn höfðu margir bændur tvo ársfasta vinnumenn og vinnukonur að sama hófi. Vinnumennirnir áttu að róa og reru sem fullgildir hlutarmenn allra vertíðir, þrjár að tölu, haust- vertíð, sem fyrr segir, vetrarvertíð, frá kyndilmessu 2. febrúar til 11. maí, og vorvertíð, frá 11. maí til 24. júní. Tímann frá jólum til þess að vetrarvertíð byrjaði, var lítið róið, enda var þá unnið af kappi við netagerð og fleira, sem að sjósókn laut. Líka fórum við þá stundum héðan af nesjum róðrartúra suður í Garð-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.