Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1953, Page 73

Andvari - 01.01.1953, Page 73
ANDVARI Þættir um kjör verkafólks á síðara hluta 19. aldar 69 í tjöld. ViS sváfum alveg eins vel úti, karl og kona, síðara hluta næturinnar. Hér vissum við, að við vorum á takmörkum stödd. Hér, á syðri bakka Hvítár, höfðum við kastað okkar meðfædda þreytu- og deyfðarhjúp. Að morgni lá leiðin yfir Hvítá og svo var haldið sem leið lá norður á heiðar þær, sem aðskilja Suður land og Norðurland. Við héldurn hópinn þann dag til kvelds, en næsta morgun tók leiðir að skilja. Þessa nótt var tjaldað í svonefndum Hvannamó. Þeir, sem ætluðu í vestursveitir Húna- vatnssýslu, sneru á Víðidalstunguheiði, til Víðidals. Aðrir lögðu á Grímstunguheiði, niður í Vatnsdal, Þing og önnur byggðarlög um miðbik sýslunnar. Kúluheiði fóru þeir, sem ætluðu í austur- sveitir Húnavatnssýslu, eða lengra norður, svo sem í Skagafjörð. Var þá komið að Blöndu að kveldi dags og vanalega legið við ána um nóttina, því að morgni var minna í henni. Eftir fjögurra daga ferðalag héðan og norður í Húnavatns- sýslu var svo hver og einn kominn á sinn bæ, þar sem hann ætlaði að dvelja sumarlangt. Þeir, sem lengra fóru, voru lengur á leiðinni, 5—6 daga. Var nú tekið til heyvinnu og stóð hún oftast 9 Zi viku, lengst 10 vikur. Ég gat þess áður, að öllu sunn- lenzku fólki þótti skemmtilegt að fara norður í kaupavinnu. Þótti mannsbragur að því að vera vel metinn í slíkum vistum og koma aftur ráðinn hjá þessum og þessum stórbónda í Húnavatnssýslu næsta sumar, þó þar væri talin vinnufrekja í meira lagi. Er og ekki fyrir að synja, að svo væri sums staðar, en þar sem ég þekkti til og reyndi sjálfur, var daglegur vinnutími þó ekld lengri en 12—13 tímar, þar sem lengst var staðið á, og þetta þótti okkur, þolnum og þjálfuðum mönnum, ekki nema hóflegt vinnulag, þegar þess var gætt, að alls staðar var fæði gott og fullur svefn hverja nótt, en umsamið kaup vel af höndum greitt, og aldrei unnið á sunnudögum. Þá efa ég það heldur ekki, að það voru holl viðbrigði frá sunnlenzku saggalofti, svefnlausum nóttum og 18—20 tíma vinnu á sólarhring, stundum meira — en þeirri vinnu á sjó og landi og litlum svefni fylgdi oft ónógt og óreglu- legt fæði — að vinna við heyverk í 9—10 vikur. Og enn má telja

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.