Andvari - 01.01.1953, Page 74
70
Böðvar Jónsson
ANDVARI
það, að með örfáum undantekningum var allt norðlenzkt fólk
glatt og frjálslegt og yfirleitt skemmtilegt og lífgaði það okkur
upp, sem ekki var vanþörf.
Lengi mun nokkuð af kaupafólki, einkum karlmenn, hafa
farið norður í Skagafjörð. Var það talið einni dagleið lengra frá
Blöndu í byggð austan Vatnsskarðs. Þar var sama eða svipað kaup-
gjald, 2 smjörfjórðungar á viku, 20 álnir eða 40 fiskar, kallað
líka vætt á landsvísu.j1 Konur fengu hálfu minna. Þó var það
til, að konu var greitt meira, einkum þætti liún dugleg við hey-
band eða slátt, og gat það munað 5 fiskum á viku.| Allir hús-
bændur sáu kaupafólki sínu fyrir skóm og svo áhöldum, orfi og
hrífu, enn fremur þjónustu, þvotti og aðgerð á fötum, og flestir
fengu líka ágætis nesti til heimfarar, nýtt kjöt, brauð, smjör
og harðfisk. Þá kom það alloft fyrir, að stungið var bita af há-
karlí í nestisskjóðuna, helzt kæstum. Sérstaklega var þetta gert
fyrir kaupa, ef hann var gleðimaður, brennivínsmaður og góður
bindingsmaður, en slíkt gaf manni afar mikið gildi í Norður-
landi hjá hverjum húsbónda, og þó ekki síður hjá norðlenzkum
vinnukonum. Náttúrlega voru þær líka í heybandinu, blessaðar
stúlkumar, og fyrir kom, að konunum líkaði að flestu vel við
kaupa og þá var nestið ekki við neglur skorið. í daglegu tali
vorum við oftast nefndir kaiifi, livað sem sldmarnafnið annars
var. Hirði ég svo ekki fleira að rita um kaupafólk í Húnavatns-
sýslu og Skagafirði. Þar leið hver vikan annarri lík allan hey-
skapartímann. Má og fullyrða, að ég heyrði aldrei, að nokkur
maður á Norðurlandi hefði í nokkm refjazt eða svikið kaupahjú
um kaupgjald, sem greiða átti, en slíkt átti sér oft stað hér fyrir
sunnan.
Llm kaupafólk, sem fór til Eyjafjarðarsýslu, er mér ekki kunn-
ugt, hygg að það hafi ekki margt verið. Aftur þekkti ég fáeina
menn, sem fóru norður í Þingeyjarsýslu, og þótti það langsótt,
sem og var. Töldu sumir, sem þangað fóru, að betra væri að
fara svo Langt norður, það borgaði sig í betra kaupi og yfirleitt
væri allt betra þar, sögðu þeir. Ég skal aðeins nefna fáa, sem eg