Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1953, Page 77

Andvari - 01.01.1953, Page 77
ANDVARI Þættir um kjör verkafólks á síðara hluta 19. aldar 73 fjarða á vorin. Þá voru hér nógir sjómenn til og þeir réSu sig hjá austfirzku bændunum. RáSningartíminn var 314—4 mán- uSir og kaupiS almennt 50—60 kr. um mánuSinn. Um þetta var lengi kapphlaup á báSar hliSar. Arum saman virtist allt ganga fremur vel. Alltaf komu fleiri og fleiri menn aS sunnan. Út- gerSin óx og færSist út, allt frá FáskrúSsfirSi norSur á Vopna- fjörS, allt norSur á Húsavík. Og útkoman varS eins og sagt er, fyrst hjá mörgum góSur ávinningur og meS tímanum jafnari, og svo um síSir oft bara tap. Eg minntist áSur á þaS, aS sumir firSimir voru fullir af síld. Víst er um þaS, aS þaS vom NorSmenn, sem fyrstir veiddu hér síld, og af þeim lærSu AustfirSingar aS veiSa síld, eins og þeir lærSu af sunnlenzkum mönnum aS veiSa fisk og verka. Og síld- veiSarnar breyttu brátt atvinnu manna og búnaSarháttum á Aust- fjörSum.Ég fylgdist meS á þessum tímum, kom sem ráSinn sjó- maSur austur til VopnafjarSar voriS 1884. Af sérstökum atvik- urn varS svo sem ekkert úr sjómennsku minni þarna, reri aSeins í 3 vikur, en hætti þá. Þetta sumar var á VopnafirSi danskur byggingameistari, Bald aS nafni. HafSi hann umsjón meS smíSi nokkurra húsa, svo og bryggjusmíSi o. fl. En af því aS hann var kröfuharSur viS verkamenn sína, einkum um stundvísi viS vinnuna, vildi svo til, aS ég fór til hans í skiptum fyrir mann, sem hann rak, en hann rak marga og alla fyrir þessar sakir, óstundvísi. Féll mér þarna vel, enda þekkti ég Bald frá þeim úma, er hann byggSi AlþingishúsiS í Reykjavík, en þá hafSi ég unniS hjá honum 6 mánaSa tíma viS svipaSa vinnu og hér var um aS ræSa. — SíSar fór ég í vinnumennsku norSur á Langanes um hálft þriSja ár, er mér var boSin staSa sem póstur milli VopnafjarSar og Raufarhafnar, síSar allt til SkinnastaSa, en viS þaS starf var ég í 13 ár. Þá varS ég aftur vinnumaSur á Langa- nesi (Þórshöfn), þar til haustiS 1904, er ég fluttist aftur hingaS suSur. HafSi ég þó dvalizt nyrSra tuttugu ár og hálfu betur og voru þaS beztu ár ævi minnar. Hér kynntist ég alls staSar góSu og ágætu fólki, sem ég stend í þakklætisskukl viS, meSan ég

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.