Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1953, Blaðsíða 78

Andvari - 01.01.1953, Blaðsíða 78
74 Böðvar Jónsson ANÐVARI lifi. Af þessari veru minni fyrir norðan og viðkynningu við fólk í Norðurlandi hefi ég aldrei síðar getið fellt mig vel við fólk hér syðra. í hverju það liggur, vil ég fátt um segja, en svona er það, og er ég þó ættaður úr Borgarfirði og uppalinn þar. Sama er að segja um veðurfar og loftslag, það er líka að mér finnst mjög ólíkt fyrir norðan, og munu fleiri hafa fundið það en ég. Til dæmis er veðurfar hreinna, oft harðara með köflum, en svo aftur blíðara, já, himneskt, alveg dýrlegt. — Nú er komið hrímkalt haust, kaupafólkið komið heim úr sumarvinnu, hvar í sveitum sem dvalizt hefir, allir á sinn stað, og nú hugsum við til róðra Mikjálsmessudag, 29. september. Þann dag hafði bóndi og húsfreyja mikið að gera, einkum ef vinnufólk var rnargt. Nú var farið að vigta út vetrarforða fólks- ins, srnjör og tólg til viðbits, allan tímann til 11. maí. Var kölluð lögútvigt handa karlmanni 8 fjórðungar eða 80 pd. smjörs. Konur fengu hállu minna, 40 pd. smjör. Þessu mátti breyta nokkuð vítalaust af hálfu húsbænda og hjúa. Ætti bóndi til dæmis ekki nóg smjör en hins vegar nóga tólg, þá mátti vega út 50 pd. af smjöri og 30 pd. af tólg. Oftar var útvigtin samt 60 pd. smjör og 20 pd. tólg hjá körlum, hálfu minna hjá kon- um. Öll hjú fengu eftir vild og þörfum nýbrætt þorskalýsi til þess að gera sér bræðing. Var þá vanalega tekin ný lifur, ef vel fiskaðist einhvern dag, og brætt það feitasta og bezta af lifrinni og lýsið liaft til matar. Slíkt feitmeti var algengt og mun hafa verið hollt, eða það er mín trú. Og ekki vissi ég neinn hafa nokkuð á móti þessari feiti, ef lýsið var vel brætt og geymt eftir þeim reglum, sem þá þekktust beztar. Hér gátu komið til greina aðrar tegundir lýsis, til dæmis hákarlalýsi, sem þótti ágætt. Sumir notuðu skötulýsi, ef ekki var annað nær hendi, en það var ekki nærri eins vinsælt, og ekki heldur sellýsi, þó allt væn þetta notað, ef með þurfti. Eg er einn þeirra, sem trúa því fast- lega, að við íslendingar lifum of lítið á okkar góða þorskalýsi, og svo síld. Sé þetta markleysa, þá fer það með mér, en sjálfur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.