Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1953, Page 81

Andvari - 01.01.1953, Page 81
ANDVARI Þættir um kjör verkafólks á síðara hluta 19. aldar 77 Mest var spilað vist og púkk. Eldra fólkið hélt líka upp á alkort. Eigi voru spiluð peningaspil, en oft var kátt við spilin og bændur gáfu þá stundum púns og konurnar kaffi. Á jólum var stundum vakað heilar nætur við spil og á gamlárskvöld allt fram undir morgun á nýársdag. Líka var sjálfsagt að spila út jólin, ef unnt var, en við bar, að menn væri þann dag á sjó. Elöfðu þá sumir skipti á þrettándanum og næsta sunnudegi eða landlegudegi. Eftir hátíðirnar tók svo við óslitið áframhald við vinnu. Karl- menn reru, hvenær sem á sjó gaf, og í landi var ætíð nóg að gera, eins og ég hefi áður drepið á. Ef verkefni þraut inni við veiðarfæragerð eða annað slíkt, vorum við vinnumennirnir látnir taka upp grjót úr túni eða holti og hlaða úr því garða um tún eða matjurtagarða, svo og að vinna að lægfæringu á matjurta- görðum fyrir vorið. Oll varð sú vinna að notum, þó oft væri hún ekki mikil hverju sinni. Eg hefi nú lýst nokkuð vinnubrögðum karlmanna í sjópláss- um hér á Suðurlandi, en talað minna um vinnu kvenna, og er þó margt um hana að segja, því ekki lágu þær á liði sínu, fremur en karlmennirnir. Snemma fóru þær á fætur, sú fyrsta til að hita kaffi handa þeim, sem reru, en svo tók við óslitin vinna hjá vinnukonunum, hvort sem þær voru margar eða fáar á heimilunum, en þær voru venjulega því fleiri sem heimilin voru stærri. Sú stúlka, sem var við eldhússtörfin, fór vanalega að hnoða og gera brauð til dagsins, oftast flatkökur, strax og búið var að drekka morgunkaffið, en því næst að sjóða morgun- niatinn, graut eða fisk eftir atvikum. Fyrir kom, að sú sama stúlka gaf kúnni, eða kúnum, ef fleiri voru. Þá var það til, ef á heimilinu var gamalmenni, karl eða kona, að það væri látið vera í fjósi, sækja vatn og mala út á grautinn, o. s. frv. Oft var þetta gamla fólk mjög gagnlegt heimilinu, ef það var hjá bæri- legum húsbændum og sæmilega að því búið, en slíkt fór nú eftir ntvikum. Annað kvenfólk á heimilinu tók þegar að morgni til við ullarvinnu. Flestir reyndu að vinna eitthvað til vefjar; svo var spunnið band og mikið prjónað, svo sem sokkar, nærföt og

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.