Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1953, Page 83

Andvari - 01.01.1953, Page 83
ANDVARI Þættir um kjör verkafólks á síðara hluta 19. aldar 79 aðinn og meira til. Stundum höfðu menn góðan afgang, sem voru hreinar tekjur. Annars lifðu Norðlendingar mun sparara en almennt gerðist hér og lá það einkum í því, að þeir notuðu langtum minna smjör. Til þess bendir vísa, sem ég set hér. Hún er svona: Norðan drengir drjúgmontnir, dregnum þvengjum svipaðir, eins og kengir krókbognir kveljast lengi smjörlausir. Hér á móti kom svo þessi vísa: Skakkir staula í skinnhölden, skammir xaula ólinir. Þið eruð aular, austanmenn, eins og baulusynir. Þetta er svo sem sýnishorn af sveita- og héraðametingi, sem stundum varð vart. Vorvinna var sem hér segir: Fyrir karlmenn mest róðrar, en auk þess fóru 1—2 dagar til mótekju til eldsneytis. Vanalega voru til þess teknir landlegudagar. Þá fór vinna í að þvo fisk uPp úr salti til þurrks eða verkunar. Kvenfólk og börn höfðu alltaf mikið að gera við að breiða fisk og yfirleitt allt, sem að Þskverkun laut, hirða um matjurtagarða o. s. frv. Yfirleitt hafði heimilisfólk allt ætíð nóg að starfa, og þó frekast á vorin. Þá þurftu allir að keppast við og var þá oft lítið urn svefnfrið. Al- nrennt kom vinnufrekjan bezt í ljós á vorin, enda verkljóst allan sólarhringinn. Eg man nú ekki að segja öllu rneira frá vinnubrögðum al- mennt hér á Suðurlandi í uppvexti mínum. Eg veit með vissu, nð þessu lík var vinna og líf manna hér yfirleitt nálega alla 19. ökl. Höfuðatvinnan var sjóróðrar á opnum bátum, tveggja til fjög- 6

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.