Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1953, Side 84

Andvari - 01.01.1953, Side 84
80 Böðvar Jónsson ANDVARI urra manna förum. Svo voru skip, sex- til áttróin. Áttæringa áttu bara efnamenn og hyggnir formenn. Urn og eftir 1890 lögðust þessi róðrarskip mjög niður, en seglskútur komu í staðinn, og um svipað leyti reis hér upp Stýrimannaskóli. Þetta stóð nokkur ár fram yfir aldamót. Höfðu menn þá eyðilagt skúturnar með ýrnsu móti, sumar höfðú larizt með manni og mús, eins og gengur, og margar voru seldar til Færeyja. Svo hafa rnenn hér komið sér upp stórum flota af guluskipum, togurum, og mótorskipum og fiska mikið, já, fiska mikið, en gengur samt misjafnlega vel, því flestir kunna lítt að gæta fengins fjár, eins og gengur. Einn er ég af þeim gömlu, sem oft hugsa á þá leið, að framfarirnar hafi í sumu farið of geyst, liefði átt að fara hægara, og um leið hefði menn átt að gefa meiri gaum að því að glata ekki, svo sem nú er orðið, of mörgu góðu og gömlu verðmæti: góðurn mannkost- um, góðri trú á guð, góðri trú á landið og góðri trú á máttinn í sjálfum sér. En þetta allt, samfara aukinni menntun og rnenn- ingu nútímans, myndi geta leitt þjóðina til enn meiri og sann- ari framfara.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.