Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1953, Page 91

Andvari - 01.01.1953, Page 91
ANDVARI Æðarvarpsrækt 87 1. Að æðarvörpin megi nrargfalda. 2. Að æðarvörp sé hægt að rækta á flestum jörðum, sem að sjó liggja, og mörgum öðrum, sem eru við ár og vötn, þó nokkuð sé frá sjó. 3. Að skæðustu óvinir æðarvarpa séu: a. Svartbakur, sem étur egg og unga æðarfuglsins í stór- um stíl; b. Æðarfuglaskyttur, sem drepa uppkomna fuglinn; c. Óskynsamleg eggjataka sumra varpeigenda. Hvert er nú orðið okkar starf í þau nærfellt 200 ár, sem þessir ágætu menn hafa til okkar talað um aukningu og ræktun á ein- um arðsamasta og indælasta atvinnuvegi þjóðarinnar? Nokkuð hefir áunnizt og ýmsir bændur hlynnt að æðarvörp- um sínurn og nokkrir hafa fengizt við að koma upp nýjurn æðar- vörpum. Þetta sést greinilega á skýrslu, er síra Sigurður í Vigur hirtir í ritgerð sinni, er áður getur. 1805 er tala varpjarða á öllu landinu 116 og útfluttur æðar- dúnn rúmlega 1000 kg., en 110 árum síðar, eða 1914, eru varp- jarðir orðnar 258 og útfluttur æðardúnn nær 4000 kg. Dr. Finnur Guðmundsson færir í grein sinni „Æðarvörp og dúntekja á íslandi" sterkar líkur fyrir því, af hverju æðarvörp- um hnignar svo mjög eftir 1928. Tilfærir hann sérstaklega þrennt: 1. Tortíming eggja og unga æðarfuglsins af völdum svartbaks. 2. Tortíming æðarfuglsins af manna völdurn. B. Vankunnátta og kæruleysi við hirðing æðarvarpa. Mjög koma þessar ályktanir dr. Finns heim við þær upplýs- ingar, sem ég hefi getað aflað mér um æðarvörpin víðsvegar á landinu, meðan ég hafði leiðbeiningastarfsemi þar um. Hirðing. Öllum varpbændum kemur saman um þetta: Sé slegið slöku við hirðingu æðarvarpa, fyrir og um varptímann, vilja þau furðufljótt rýrna. Ekki er hægt að segja, að hirðing og umbún- aður æðarvarpa að vorinu sé mikið verk, þar sem varplönd eru ekki uijög víðlend. En það er dútlvinna og krefst alúðar. Verka þarf rusl og sand úr görnlu hreiðrunum, gera ný hreiður og bera

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.