Andvari - 01.01.1953, Síða 92
88
Ólafur Sigurðsson
ANDVAHl
hey í hreiðrin. Sést greinilega, hversu æðarkollan metur þetta
vel og réttilega, því oft taka þær, sem fyrst verpa, heyið úr næstu
hreiðrum í kring og hlaða undir sjálfa sig. Nokkra þýðingu hafa
smá flögg eða alla vega litar tuskur, er bundnar eru á snæri,
sem strengt er í 154 meters hæð yfir varpið, sömuleiðis rellur
og klukkur. En heildarþýðing þessa umbúnaðar er sú, að þetta
er gert á beztu varpstöðunum, þar verður svo varpið þéttast, en
það er einmitt það, sem á svo vel við hinn félagslynda fugl. Þá
veitir allur þessi umbúnaður meiri frið og öryggi gegn vargfugli,
og varpmaðurinn, vinur hans, gengur þar oftar um og reglu-
bundnar en annars staðar um vaqrlandið.
Ég hefi þekkt og talað við gamla og vana varpbændur, sem
höfðu það fyrir sið að steypa undan þeirn kollum, sem orpið
höfðu allfjarri þeim stað, er þeir vildu hafa og var aðalvarpið,
ef ekki voru komin nerna eitt eða tvö egg og enginn dúnn í
hreiðrið. Þeir héldu því fram, að með þessu móti gætu þeir
vanið fuglinn á að verpa í aðalvarpinu. Þessi stefna, að vinna
hægt og með skynsemd að því að þolca fuglinum saman á beztu
og hagkvæmustu staðina í varplandinu, er áreiðanlega þess verð
að vera athuguð og reynd. Það hefur mjög mikla hagræna þýð-
ingu um alla hirðingu og vörzlu æðarvarsins að liafa það sem
þéttast, á fáurn stöðum, og mun efalaust hafa áhrif á þróun þess.
Það liggur í hlutarins eðli, að eggjataka er mjög varhugaverð
og hefir löngum verið byggð á þeirn forsendum, að erfitt mundi
vera fyrir „kolluna" að annast marga unga og að meira yrði um
fúlegg, ef henni væri ætluð mörg egg til ásetu.
Báðar þessar ástæður eru að mestu leyti út í bláinn. Æðurin
getur mjög vel ungað út 7—8 eggjum og umönnun unganna er
einungis sú að hlýja þeim fyrstu vikuna. Enda sér maður mjög
oft um útleiðslutímann, að ein æður er komin með milli 10 og
20 unga, en aftur aðrar með einn eða tvo, eða ungalausar, sem
fyrir hálfri stundu voru með sína 3 eða 4 unga, og svartbakur ekki
verið við þá stundina til að éta þá. Hér liggur allt annað til
grundvallar en hjá spendýrum, þar sem móðirin þekkir jafnaðar-