Andvari - 01.01.1941, Síða 11
ANDVARI
Jón Ólafsson
7
mikils og gerðu afla sinn að góðri og eftirsóttri vöru. Við
þessa menn er þjóðin í mikilli þakkarskuld. Þeir eru menn-
irnir, sem komið hafa traustustum fótum undir efnalegt sjálf-
stæði hennar. Margir þessara manna byrjuðu lífsbaráttuna
efnalausir. Þeir, er stunduðu sjávarútveginn, hafa venjulega
mest að segja af eigin reynslu um hverflyndi hamingjunnar.
Þar voru tilraunirnar miklu áhættusamari en á landi, meira
var í húfi, ef illa tókst til. Fór því svo, að nokkrir þeirra, er
við stórútgerð fengust, urðu brátt ófærir til að halda lengra
fram. Aðrir bjuggu við ýmsan kost. Stundum geklc allt vel
og varð stórgróði. Annað veifið fiskleysi eða verðfall og feikn-
ar tap. Var það bæði, að menn þessir urðu að leggja fram alla
krafta sina og hætta til öllum eignum sínum. Nokkrum þess-
ara manna tókst að safna álitlegum efnum, en þeir höfðu
mikið og vel til þeirra unnið.
Það eitt er víst, að slíkra manna á að minnast, og margra
þeirra verður minnzt um langan aldur. Framtak þeirra og táp
á ekki að gleymast, en verða yngri kynslóðum til eftirbreytni.
í æðum þeirra rann hið forna víkingablóð. Djarflega, en með
gætni, sóttu þeir sjóinn. Þótt margar væru hætturnar og mikl-
ar fórnir væru færðar Ægi, þá hvarflaði það sízt í huga þeim
að leggja upp skipum sínum, meðan veiðivon var. Menn þessir
voru misjafnlega varfærnir, en engir þeirra voru blautgeðja.
II.
Hér verður minnzt, en þó fáort, þvi að rúm er takmarlcað og
tími er naumur, eins helzta brautryðjandans og athafnamanns-
ins frá þessu tímabili, Jóns Ólafssonar bankastjóra, hans, sem
jafnan stóð i fremstu röð hinna síðari landnámsmanna og fylgdi
jnfnan fast því merki, sem borið var fyrir framfaramálum
landbúnaðar og sjávarútvegs. Var þar á stundum slíkur áhugi
hans, að hann gekk fyrir merki fram. Því var þannig farið
um Jón Ólafsson, að þótt það yrði hlutskipti hans að starfa
mestan hluta ævi sinnar að útvegsmálum og kaupsýslu og væri
hlaðinn þeim störfum alla daga, og þrátt fyrir það, að unnið
væri tvennar átta klukkustundir á sólarhring, þá hvarflaði