Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1941, Side 12

Andvari - 01.01.1941, Side 12
8 Þorsteinn Þorsteinsson ANDVARI jafnan hugur hans til sveitanna, þegar hlé varð á störfum. Honum var óblandin ánægja að minnast þeirra, og þá sérstak- lega æskuhéraðs síns, sveitanna austan Þjórsár. Hann hafði hug á því að hefja búskap uppi í sveit og geta unnið að sveita- störfum þar á sumrum, en annríkið var svo mikið, að þess var enginn kostur. Varð hann því að láta sér það nægja að fara hraðfari um einstöku sveitir á sumrum og að fá fréttir, er kunningjar hans báru honum um héraðshætti og aðstöðu bænda í dreifbýlinu. Jón var svo rótgróinn sveitamaður af beztu gerð í eðli sínu, að þrátt fyrir það, að í hans skaut féllu mörg og mikil störf, gerólík þeim, er sveitamaðurinn innir af höndum, varð hann aldrei rótarslitinn frá íslenzkri mold. Eins og hann gladdist af gróðurilminum á vorin við hækk- andi sól, þá hýrnaði jafnan yfir honum, er hann heyrði um velgengni landbúnaðarins, meiri háttar framkvæmdir, sem fóru vel úr hendi og gagnsamar reyndust, eða nýtízku verk- færi, er gáfust vel. Þegar er Jón Ólafsson kom á þing, var hann valinn í land- búnaðarnefnd, en ekki sjávarútvegsnefnd. Hygg ég, að hans eigin ósk hafi ráðið um, að svo fór. Sýnir þetta vilja hans að ná aðstöðu til þess að geta orðið sveitum landsins til gagns. Fyrstu þingár sín vann hann mjög að framgangi byggingar- og landnámslaganna, kynnti sér útlenda löggjöf um þau efni- Vildi hann, að ríkissjóður legði fram meira fé til þeirra mála en meiri hluta þings þótti ráðlegt. Lagði hann fram frumvarp um það og færði glögg rök að því, að slíkt yrði til þjóðarheilla. Fór svo, að stefna hans sigraði að lokum. Þeir bræðurnir, hann og Gunnar kaupm. í Vestmannaeyjum, gáfu stórfé í sjóð til þess að styrkja gömlu sveitungana sína og eftirmenn þeirra til að eignast býli þau, er þeir bjuggu á. Jón Ólafsson hafði sjómennsku og sjávarútveg að megin- ævistarfi, eins og áður getur. Ungur fór hann fyrst í verið til Stokkseyrar, 16 ára gamall. Útgerð hans hlýtur að hafa verið af skornum skammti frá foreldrahúsunum; barnahópurinn var stór heima fyrir og ómegð mikil, þótt nokkur barnanna væru upp komin. Höfðu þá undanfarið gengið hin mestu harð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.