Andvari - 01.01.1941, Side 13
AN'DVARI
Jón Ólafsson
9
æri og orðið víðast fjárfellir mikill. Vöru því efni rýr heima
fyrir og oft hart í búi á útmánuðum. Hann mun þó hafa lagt
ókvíðinn í för þessa, því að fara í verið var á þeim árum talið
fyrsta skrefið til manndóms og þroska. Þótt „matan“ væri
ekki mikil og hann væri lítt búinn að ldæðum, hafði hann
annað, sem var hverri byrði betra; var það óbilandi kjarkur,
ásamt rólegri athyglisgáfu og léttri lund. Fór líka svo, að þótt
hann þætti enginn berserkur til að byrja með, þá óx honum
traust lagsbræðra sinna, og þeir reiddu sig á forsjá hans, jafn-
framt því sem honum jókst líkamsþroski. Leið ekki á löngu,
að sveinninn, sem var í öndverðu ráðinn upp á hálfan hlut,
gerðist formaður á einni fleytunni, sem haldið var út frá ver-
stöðinni. Hann félck sér stærra skip og hafði formennsku á
vetrarvertíðum, sótti sjóinn fast og aflaði vel, en þegar ekki
gaf á sjó, notaði hann einnig vel tímann, bæði til smíða ým-
issa og til þess að afla sér meiri fræðslu en hann hafði átt
kost á í heimahúsum. Gekk hann á þeirn árum í skóla til þess
að nema dönsku, reikning og fleiri námsgreinar. Höfðu
nokkrir áhugasamir menn stofnað skóla þennan á Eyrarbakka
og nefndu hann Sjómannaskóla Árnessýslu. Áður mun Jón
ekki hafa numið önnur fræði en þau, er börn áttu almennt
að hafa lært undir fermingu.
Meiri var stórhugur Jóns en svo, að velja sér að ævistarfi
ðátsformannsstarf í smáverstöð. Hann vildi ekki heldur láta
bar við sitja um fræðslu þá, er hann hafði fengið i skólanum
a Eyrarbakka. Sótti hann um inntöku í Stýrimannaskólann i
Eeykjavík og var þar veturna 1897—98 og 1898—99, en var
bau ár á vorum og sumrum stýrimaður á fiskiskútunni Jose-
phinu, er Geir Zoéga kaupmaður átti. Þegar að afloknu lof-
legu prófi við stýrimannaskólann varð hann skipstjóri á þessu
sama þilskipi og var það meðan hann stýrði annarra skipi.
Líkaði Jóni vistin vel hjá Geir, og ekki mun húsbónda hans
hafa líkað miður við hann. Jón var fiskisæll og hafði með sér
sjórnenn góða, en hagsýnn um hvern lilut. Mun honum síðar
bafa komið að góðu haldi reynsla sú, er hann fékk á þeim ár-
sem hann starfaði hjá hinum hyggna og þaulreynda út-