Andvari - 01.01.1941, Side 18
14
Þorsteinn Þorsteinsson
ANDVARI
stað, var fallinn í valinn fyrir nokkru. Treysti flokkurinn
engum eins vel og Jóni Ólafssyni til að rétta þar við bardag-
ann. Jón, sem átti öruggt þingsæti í Reykjavík, varð þegar
við óslc flokksmanna sinna, bauð sig fram í Rangárvallasýslu
og náði kosningu. Meðframbjóðandi hans, sem lengi hafði
verið þingmaður Rangæinga, féll þá. Sýnir það, hversu mikil
ítök Jón Ólafsson átti í sínum gömlu sýslungum, og traust
það, sem þeir bárU til hans.
Við tvær næstu þingkosningar sigruðu frambjóðendur Sjálf-
stæðisflokksins í Rangárvallasýslu, en við kosningarnar 1937
sigraði Framsóknarflokkurinn með fárra atkvæða mun. Varð
Jón heitinn, sem fékk fleiri atkvæði en meðframbjóðandi hans,
þá landskjörinn.
Um stjórnmálaferil Jóns Ólafssonar, meðan hann var þing-
maður, mætti margt segja, en ekki er rúm til þess hér. Hann
var einn sá maður, er meiri stund lagði á framkvæmdir í
verki en glamuryrði á mannfundum, og var þess vegna haldið,
að áihrifa hans gætti minna í flokki en raun var á.
Vegna staðgóðrar þekkingar á atvinnumálum þjóðarinnar
og farsælla vitsmuna hans voru tillögur hans jafnan mikils
metnar í flokknum og á þingi. Hann sýndi jafnan hina mestu
ósérplægni í viðskiptum sínum við flokk sinn, bæði i fjár-
framlögum og öðrum þegnskap. Var hann ávallt vinsæll mjög
í flokknum. Andstæðingar hans í stjórnmálum, bæði utan
þings og innan, báru til hans hlýjan liug og virtu hina drengi-
legu framkomu lians í þjóðmálunum.
Þótt Jón Ólafsson væri ekki sérstaklega umsvifamikill þing-
maður á yfirborðinu og kæmi sinum málum bezt fyrir í nefnd-
um, var það álit manna, að þeim málum væri allvel borgið a
þingi, er hann vann að með alhuga. Hann var allvel máli farinn
og rökvís. Hann gat jafnvel orðið verulega mælskur, er hon-
um hljóp kapp í kinn, og andstæðingum sínum hinn erfiðasti
mótstöðumaður.
Geta má hér þess sem dæmis um velvild hans til sveitanna
og skilning hans á málefnum þeirra, að þegar lögin um verka-
mannabústaði voru til umræðu á Alþingi 1929, taldi hann þa®