Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1941, Page 22

Andvari - 01.01.1941, Page 22
18 Þorsteinn Þorsteinsson ANDVAUI VI. Jón Ólafsson var meðalmaður á hæð og vel limaður, rauð- birkinn í andliti og með rauðleitt hár. Svipurinn gerðarlegur og festulegur, og að öllu var hann hinn karlmannlegasti. Var hann og karlmenni til burða. Stilltur var hann í fasi og æðru- laus. Brá honum lítt við váveiflega atburði. Var hann jafnan hinn viðtalsbezti og hlustaði á mál manna, þótt annríkt ætti, og gerði að því engan mannamun. Margir voru þeir, er leituðu liðsinnis hans, og lcunni hann ráð til að leysa vandræði flestra þeirra á einhvern hátt, oftast með fjárhagshjálp, útvegun at- vinnu eða með hollum ráðum. Vildi hann, að hver maður færi feginn af fundi hans. Það var mér sjálfum kunnugt um, og ýmsir hafa staðfest það, að fjölda fátæklinga, er liann þekkti og vissi að áttu erfitt uppdráttar, sendi hann meiri og minni gjafir og oft stórgjafir, alveg óbeðið. Voru það ýmist peningar eða nauðsynjavörur, eða hvort tveggja. Var hann afar vinsæll meðal fátæklinga, og sáust þess glögg merki við jarðarför hans. Munu þéir ekki hafa verið fjölmennari eða sýnt meiri saknað- armerki við jarðarför annars reykvísks borgara. Þeim, sem leituðn ásjár hans og honum virtist táp í, hjálpaði hann til þess að koma fótum fyrir sig. Hafa ýmsir þeirra orðið hinir nýtustu menn, og flestum kom hann til nokkurs þroska. Þeir voru enn nokltrir kunningjar hans, er hann styrkti með fjár- framlögum og lagði þeim til stórfé, en aldrei heyrði ég harm lelja það eftir. Engan mann er mér kunnugt um, að fleiri telji sig í þakklætisskuld við en Jón Ólafsson, og þekki ég þó l'æsta þeirra. Er það undravert, hversu miklum fjölda manna hann hefur liðsinnt. Jón Ólafsson var maður mjög vel gefinn, eins og hann átti ætt til. Hann las og kynnti sér margt, þótt annríki væri mikið; einkum var hann vel að scr í þjóðlegum fr. ðum, er hann unni mjög. Átti hann mjög gott bókasafn. Hagorður var hann, þótt fáir vissu það nema heztu kunningjar hans. Hann var allvel máli farinn, hélt sér við efni málsins og hélt fast á sinni skoð- un, en var laus við alla persónulega áreitni. Gat þó orðið þungur í skauti, ef að honum var veitzt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.