Andvari - 01.01.1941, Qupperneq 42
38
Bjarni Benediktsson
ANDVARI
að af íslands hálfu verði ekki um að ræða endurnýjun á
sambandslagasáttmálanum við Danmörku, þótt ekki þyki aö
svo stöddu timabært, vegna ríkjandi ástands, að ganga frá
formlegum sambandsslitum og endanlegri stjórnarskipun ríkis-
ins, enda verði því ekki frestað lengur en til styrjaldarloka.“
íslendingar hafa með ályktun þessari tvimælalaust áskilið
sér riftingarrétt vegna vanmáttar Dana á að fullnægja sam-
bandslögunum. Þá kemur það og berlega fram í ályktuninni,
að sambandi íslands og Danmerkur er nú þegar raunverulega
lokið, þótt eigi þyki vegna ríkjandi ástands tímabært að ganga
formlega frá sambandsslitum. Eigi er heldur látinn leika neinn
vafi á því, að hinu tóma formi, sem nú er eitt eftir, muni
verða slitið, þegar er Islendingar telja sér henta og án þess
að beitt verði fyrirmælum 18. gr. sambandslaganna um end-
urskoðun og alþjóðaratkvæðagreiðslu. Hins vegar kann eftir
sem áður að vera rétt vegna fyrirmæla 2. mgr. 75. gr. stjórn-
arskrárinnar að hafa almenna atkvæðagreiðslu um málið, en
þá nægir einfaldur meiri hluti.
Sama dag og ályktunin um sjálfstæðismálið var samþykkt
gerði Alþingi svofellda ályktun um æðsta vald í málefnum
ríkisins:
„Alþingi ályktar að kjósa ríkisstjóra til eins árs í senn,
sem fari með það vald, er ráðuneyti íslands var falið með
ályktun Alþingis hinn 10. apríl 1940, um æðsta vald í mál-
efnum ríkisins".
Heimild Alþingis til þessarar ályktunar var hin sama og til
ályktunarinnar 10. apríl 1940. Svo sem Alþingi hafði þá heim-
ild til að fá innlendum aðilum þetta vald, þá getur það nu
ráðstafað því innanlands með öðrum hætti en áður. Með þeii'i'i
ráðstöfun og vali ríkisstjóra, sem fram fór 17. júni, er frelsi
landsins hvorki aukið né minnkað frá því, sem þegar var gert
10. apríl 1940, er þetta æðsta vald var flutt inn í landið. Hins
vegar kemur fram i þessari ályktun, að þörf er talin á öi'Ugg"
ara umbúnaði þessa valds en áður liafði verið til bráðabirgða