Andvari - 01.01.1941, Page 43
ANDVARI
Ályktanir Alþingis vorií5 1941
39
gert. Sýnir það, að eigi er ætlunin að afsala þessu valdi á ný
út úr landinu. Síðan voru sett lög um ríkisstjóra, sem enn
bera hinu sama vitni.
Alþingi gerði loks 17. maí svofellda þingsályktun um stjórn-
skipulag íslands:
„Alþingi ályktar að lýsa yfir þeim vilja sínum, að lýðveldi
verði stofnað á íslandi jafnskjótt og sambandinu við Dan-
mörku verður formlega slitið“.
Réttargildi þessarar ályktunar er ekki neitt. Hún er ein-
tingis stefnuskráryfirlýsing, sem stjórnarskrárgjafinn verður á
sínum tíma alveg óbundinn af. En með henni er sagður hug-
ur allra eða a. m. k. alls þorra íslendinga, og vitanlegt er, að
þeir fullnægja henni jafnskjótt og þeir hafa færi til.
IV.
Með þeim ákvörðunum, sem hér hafa verið ræddar, hvarf
Alþingi frá blindum trúnaði við bókstaf stjórnarskrár og sam-
bandssáttmála. En það var gert af ríkri nauðsyn og glöggum
skilningi á alvöru tímanna og þörfum þjóðarinnar. Alþingi
sýndi þar með, að það vissi skilsmun á þröngsýnni þjónustu
við formið og djarflegri handhöfn réttarins. Það kunni að beita
i'éttinum svo, að það gat orðið vaxið skyldunni til að sjá þjóð-
mni farborða á hinum örlagaþrungnustu tímum, sem yfir hana
kafa gengið.
Fyrir það munu íslendingar lengi kunna þessu þingi þökk.
Lokið 3. júlí 1941.