Andvari - 01.01.1941, Síða 44
ANDVAIU
Hvað olli hruni Frakklands 1940?
Eftir Jónas Jónsson.
I.
Vorið 1940 gerðist mjög óvæntur atburður á leikvelli heims-
viðburðanna. Frakkar höfðu um langan aldur verið forustu-
þjóð á meginlandi Norðurálfu, ekki aðeins í listum, bókmennt-
um og vísindum, heldur einnig í hernaði. Sú trú var almenn
víða um lönd, að her Frakka væri einna fullkomnast búinn
styrjaldartækjum. Það var gert ráð fyrir, eftir gamalli reynslu,
að þar færi saman snilli herforingjanna, hreysti og þolgæði
hermannanna og hin mesta verklega tækni. En þegar Þjóð-
verjar réðust á Frakkland, fyrsta vor hinnar síðari heims-
styrjaldar, hrundi hið franska herveldi á nokkrum dögum
eins og spilaborg í viridgusti. Þjóðverjar óðu á svipstundu
gegnum línu, sem átti að vera ósigrandi. Þegar til átti að taka,
skorti Frakka raunverulega hvers konar tæki til hernaðar og
hæfa herstjóm. Mikill hluti hermannanna barðist af mikilb
hreysti, en það gat ekki bætt úr því, sem mest vantaði, en það
var samheldni leiðtoganna, trú á sigur og einlægt viðhorf
gagnvart þjóðarheildinni. í landinu voru tveir flokkar, sem
hugsuðu ekki fyrst og fremst um Frakkland' og framtíð
frönsku þjóðarinnar, heldur um nærtæka persónulega hags-
muni og að vinna sína sigra í félagi við erlenda valdamenn,
á kostnað þess þjóðfélags, sem þeir áttu að vinna fyrir. Það
voru þessir tveir flokkar, sem ollu hruni Fralcklands 1940.
Þeir höfðu dregið lokur frá hurðum þjóðfélagsins, þegar mcst
lá á að verjast aðsteðjandi hættu. En sú sýki, sem lagði lýð*
veldi Frakka í rústir á örskammri stund, þjáir allar lýðræðis-
þjóðir, líka hinar minnstu þjóðir, eins og okkur Islendinga.