Andvari - 01.01.1941, Síða 47
andvari
Hvað olli liruni Frakklands 1940?
43
aði við England, lýðveldið félli og einræðisstjórn efnastélt-
anna tæki endanlega við völdum í Frakklandi.
Þeir, sem þekktu þessa aðstöðu, gátu séð fyrir örlög Frakk-
lands. Það liafði innan sinna vébanda fjölmennan flokk, sem
af nokkurs konar trúarlegum ástæðum fórnaði hagsmunum
landsins, hvenær sem á reyndi, ef með því var unnt að styðja
Þina alþjóðlegu byltingarstarfsemi Rússa. Á sama hátt voru
nazistar og fasistar í landinu reiðuhúnir til að vinna með
Hitler og Mussolini, ef með því móti var unnt að slá niður
byltingarhættuna í landinu og uppræta kommúnismann.
Frakkland var raunverulega vígt ósigri, hvenær sem stór-
veldastyrjöld hófst. Sú þjóð, þar sem samborgararnir hata
hver annan meira en útlenda óvini, býður heim hruni og eyði-
leggingu.
III.
Meðan þessi þróun gerðist í Frakklandi, höfðu Stalin, Hitler
og Mussolini þar fjölda njósnara. Var það auðvelt, þar sem
stórir flokkar í landinu litu á þessa erlendu valdamenn sem
verndara sína og lijálparhellur. Eftir að stríðið byrjaði, rnagn-
aðist áróður og njósnir Þjóðverja í Frakklandi um allan helm-
ing. Fengu þeir þar frá flokkshræðrum sínum svo nákvæmar
fréttir, að þeir vissu ýtarlega um skoðun og stefnu hinna þýð-
ingarmestu forustumanna og jafnvel um hugarfar í einstökum
liðsveitum. Kom þetta í ljós í leiftursókn Þjóðverja 1940.
Höfðu þeir njósnara og trúnaðarmenn víðast hvar í herdeild-
unum og í áhrifastöðum úti um land. Vegna þessa fullkomna
fréttakerfis gátu Þjóðverjar hnitmiðað áhlaup sín við þá
staði, þar sem lítillar eða engrar mótstöðu var að vænta.
Meðan verið var að brjóta varnarlínu Frakka, skágengu Þjóð-
verjar fyrst og fremst þá staði, þar sem foringjar og herlið
var hvorki undir áhrifum kommúnista eða nazista. Eftir að
vörn hersins var þrotin, beittu frönsku nazistarnir öllum úr-
íæðum til að enda styrjöldina sem fyrst og reyna að komast
í sálufélag við einræðisherrana í Berlín og Róm. Uppgjöf
Frakldands, vopnahléð og samstarfsslit við Bretland og