Andvari - 01.01.1941, Síða 50
46
Jónas Jónsson
ANDV.VRI
mannfélagshreyfingar og hætta ekki fyrr styrjöldinni við aðrar
stéttir en þær eru gersigraðar og einræði verkamannastéttar-
innar grundvallað með heimsbyltingunni.
Karl Marx flutti áróður sinn með þeim baráttuhug, sein
einkennir Gyðinga. Jafnframt leyndist ekki, að hann hafði
fengið þýzkt uppeldi og klæddi trúarsetningar sínar í um-
búðir þungbúinna röksemda og mikils fróðleiks. Rit hans
hafa haft geysimikla þýðingu fyrir verkamannahreyfinguna,
siðan Ávarp sameignarmanna kom út. En í verki skiptust læri-
sveinar hans í tvær fylkingar. Annars vegar voru verkamenn,
sem vildu að vísu eignast auðlindir og framleiðslutæki og
koma á sameignarframkvæmdum. En þeir vildu fara gætilega í
öllum aðgerðum, forðast ofbeldi og byltingarstarfsemi, en þoka
verkamannastéttinni áleiðis til meiri menningar og fullkomn-
ari lífskjara með marghliða umbótum og samstarfi við aðra
umbótamenn í lýðræðislöndunum. Þessi flokkur er venjulega
nefndur „hægfara jafnaðarmenn“. Þeir viðurkenna ættjarðar-
höndin og skyldur góðra borgara við föðurlandið og fordænia
alla byltingarstarfsemi. Á síðari hluta 19. aldar og fram að
núverandi heimsstyrjöld voru hægfara jafnaðarmenn vaxandi
flokkur í öllum germönskum og engilsaxneskum löndum, auk
nokkurs fylgis í öðrum löndum, sem skemmra voru komin á
braut félagslegrar þróunar. Víða um heim höfðu hægfara
jafnaðarmenn farið jneð stjórn fjölmennra ríkja, stunduin
einir, en oft í félagi við aðra lýðræðisflokka.
Það má segja, að hægfara jafnaðarmenn fylgdu ekki þýð-
ingarmesta boðorðinu í stefnu Karls Marx, þó að þeir styddust
að öðru leyti við kenningar hans. En engu að síður eignaðist
Karl Marx sinn eiginn söfnuð. Það voru kommúnistar, eða
hinir ákveðnu byltingarmenn. Flokknr þessi var að vísu mjög
fámennur fyrstu áratugina, en hélt þó fast fram stefnu sinm:
verkamenn áttu að afneita öllum tengslum við ættjörðina, en
líta á verkamannastétt allra landa sem eina fjölskyldu. Þeir
áttu að liata aðrar stéttir mannfélagsins. Þeir áttu að neita
öllu persónulegu samstarfi ódð aðra flokka, en hiklaust og
markvisst stefna að því að grafa undan hornsteinum þjóo-