Andvari - 01.01.1941, Side 73
AXDVARÍ
Málbótastarf Baldvins Eiilarssonar
69
Reykjavík var ekki jfjóðlegur bær á þessum árum, enda eru
dómarnir um hana ófagrir. „Staðurinn vill vera danskur, en
aldrei íslenzkur, og því verður hann viðrini til eilífðar“, sagði
Bjarni Thorarensen. Rask spáði því árið 1813, að tæpast
mundi nokkur skilja íslenzku „í Reykjavík að 100 árum liðn-
um, en varla nokkur í landinu að 200 árum þar upp frá**,1)
ef allt færi eins og þá horfði.
Baldvin leggur áherzlu á, hve Reykjavík sé óíslenzkur hær og
málið spillt. Kemst hann að svipaðri niðurstöðu og Rask:
„Reykjavík, sem þú kallar höfuðborg lands þessa, er ekki ein-
asta ólík öllum höfuðborgum að stærðinni, heldur og í því,
sem er miklu verra, að þeir flestu af j>eim helztu innbúum
hennar eru útlendir menn, sem tala útlenda tungu, en í öll-
um öðrum höfuðborgum er meginhluti innbyggjaranna inn-
lendur, og er það eigi ósjaldan, að málinu er betur farið í
þeim en annars staðar í landinu.
I Reykjavík hrakar málinu þar á móti aftur æ meir og meir,
bæði vegna þess, að þeir flestu innbúar hennar tala útlenda
tungu, og líka hins, að menn láta sér í léttu rúmi að viðhalda
sínu eigin móðurmáli. Gengur ræktarleysi það svo mjög úr
hófi, að sumum þykir hinn mesti frami í að sletta dönskum
glósum, hversu bjagaðar sem þær eru. Flýtur þar af, að sumir
truflast þannig með öllu í málunum, að þeir kunna hvorki á
íslenzka né danska tungu að mæla“.2)
Þegar Önundur getur þess til, að alþingi hinu nýja verði
valinn staður í Reykjavík, er Ármann látinn svara honum með
þessum orðum: „í Reykjavík búa útlendir verzlunarmenn
Riest megnis, er mæla á útlenda tungu og hafa útlenda siðu,
sem von er, en íslendingar eru þar fáir búsitjandi, en þeir,
sem það eru, semja sig að háttum bæjarmanna, sem von er,
°g verða framar útlendir en innlendir bæði í hegðan og tali.
Er það af þessu Ijóst, að Reykjavík hefur mjög litið af því
til að bera, sem landinu eða þjóðinni er eiginlegt og íslenzkt
1) Tímarit bókmenntafél. 9. árg., 56. bls.
2) Ármann I., 10. bls.