Andvari - 01.01.1941, Qupperneq 76
72
Björn Guðfinnsson
ANDVAIU
kvonfangs og sátum þaðan af í búum vorum og gengum til
allra starfa. Eða hvar eru allir túngarðarnir og merkisgarð-
arnir og þvergarðarnir, sem vér eftirlétum yður? Hvað er
orðið af ökrunum, sem vér plægðum og sáðum og uppskárum?
Þér getið að vísu sýnt oss merki alls þessa enn í dag, en
þessi merki eru nýr vitnisburður um dáð vora og dugnað og
kunnáttu, að tíminn, sem öllu eyðir, ásamt með dáðleysi yðru
skuli eigi vera búinn að eyðileggja handaverk vor með öllu.
En þér, afkomendur vorir, þér eigið nú varla skip í eigu yðar,
það er haffært sé, og þó brestur yður enn meir þor til að voga
yður út á hafið, þó segulstálið og mælingarfræðin, sem vér
þekktum eigi, leggist nú á eitt með himintunglunum og æpi
til yðar og frýi yður hugar og bjóði yður leiðsögn sína**.1) . • ■
„Þér lifið á gullöld þessari, er alls konar vísindi hafa hafið
svo langt yfir fornöldina, að eigi mundu þeir nú lcenna
Norðurálfuna, er þá lifðu, og þó hefur öllu farið hnignandi
bjá yður og yður sjálfum, síðan vér skildum við, en í útlönd-
um hafa niðjar samtíðamanna vorra umbætt það allt, er þeir
eftirlétu þeim. Hverju gegnir slíkt ræktarleysi? Hvaðan
lcemur oss ómennska sú í ættir vorar? Eða vorum vér máske
óættræknari en þeir? Lögðum vér eigi allt kapp á að varð-
veita heiður og virðing ættar vorrar, bæði með rausn og af-
reksverkum og utanferðum og kurteisi og forsjállegri bu-
stjórn? Var nokkur á svo hraðri rás undan ofurefli, að hanu
eigi snerist í móti, er hann var minntur á það, að eigi mundi
i'aðir hans eða langfeðgar runnið hafa?“2) ... „Hefðum vér
vitað, að vér mundum geta slíka niðja, þá hefði oss verið
nær og sannara að falla í orustu fyrir Harakli konungi hin-
um hárfagra eða sæta yfirgangi hans og krjúpa að knjám
honum, er oss þótti þó kostur miklu verri, en flytjast hingað
og yrkja land þetta upp — handa dáðlausum afkomendum“-3^
... „Hafið þér þá engan skilning til að skilja og engin aug11
til að sjá það, sem betur má fara og efla hag yðar? Eruð þer
1) Ármann II., 10.—11. bls.
2) Ármann II., 14.—15. bls.
3) Ármann II., 16. bls.