Andvari - 01.01.1941, Síða 79
andvari
Málbótastarf Baldvins Einarssonar
75
unarháttur hinna „dönsku lslendinga“ á öndverðri 19. öld, og
svipaður er hugsunarháttur málspilla allra alda.
Baldvin brýnir fyrir mönnum, að dönskuhroðinn sé ekkert
mál, hvorki islenzka né danska. Þegar Önundur leggur til, að
Islendingar læri dönsku, er Sighvatur látinn segja: „Læra vil ég
danska tungu, en ekki þá, sem þú talar, því það er ekkert
már.1) Og danski embættismaðurinn er látinn segja við
Önund: „Far þú nú, góði maður, ef þú vilt hafa ráð mín, og
ven þig af allri þessari dönsku, sem þú sýnist hafa svo mikið
af og í rauninni er engin danska, og berðu þig að gera þig
seni íslenzkastan aftur“.2
Þetta var eitt heittasta vopnið í baráttu málhreinsunar-
manna. Danski embættismaðurinn skildi verr dönskuhroða
Onundar en íslenzkuna. Önundur varð sér til minnkunar, og
menn hlógu að honum.
Baldvin telur auðvitað lofsvert, að menn læri erlendar tung-
Ur> en þeir „eiga að læra sína eigin tungu fyrst og síðan aðr-
ar og varast að blanda þeim saman“, og ef þeir þurfa að
bregða fyrir sig erlendu máli, þá eiga þeir „að leggja alúð á að
Eda það hieint“.3)
En fleiri áttu hágt með að skilja Önund en danski embættis-
maðurinn. íslendingar skildu hann ekki betur. Þegar Önund-
ur segir t. d. „löjn í þinn háls“, heldur Þjóðólfur gamli, að það
Þýði „loðinn á hálsinum“.
Stundum lætur Baldvin Önund nota erlend orð í ramm-
skakkri merkingu. Leiðir hann með því athygli að þeim al-
mennu sannindum, að maður, sem slettir erlendum orðum í
kunnáttuleysi, notar þau þráfaldlega rangt, misskilst og verð-
lu' sér til minnkunar. En Baldvin fær jafnframt tækifæri til
þess að beita einni af mikilvægustu aðferðum málhreinsunar-
luanna: umvöndunum og leiðréttingum. Oft lætur hann leið-
^etta málleysur Önundar. Þegar Önundur segist t. d. hafa
D Ármann II., 80. bls.
a) Ái-mann III., 16. bls.
3) Ármann II., 89.-90. bls.