Andvari - 01.01.1941, Side 81
andvari
Málbótastarf Báldvins Einarssonar
77
IV.
í formála þriðja árgangs Ármanns talar Baldvin um, hve
„ljótt það sé að vera dönskuskotinn“, þótt mörgum þyki það
„hinn rnesti frami“, en síðan hætir hann við: „og eins þótti
mér í ungdæmi minu, því ég vissi þá eigi betur“.
Það er litlum vafa bundið, hvenær Baldvin fór að skiljast,
að lítill frami væri í því að sletta dönsku. Þeir Sveinbjörn
Egilsson og Hallgrímur Scheving, sem voru ltennarar hans í
Bessastaðaskóla, hafa hreytt viðhorfi hans við því máli. Áhrif
þessara gagnmerku málbótamanna á Baldvin Einarsson
verða nú hvorki rnetin né mæld í einstökum atriðum, en víst
er um það, að þau hafa verið mikil og haldgóð. í Bessastaða-
skóla hefur Baldvin einnig orðið fvrir óbeinum áhrifum frá
Rask.
Þá hefur starf málbótamanna 18. aldar drjúgum orkað á
Baldvin og orðið honum hvatning til dáða. Víða verður þess
vart í Ármanni á alþingi, hvilíkar mætur hann Ihefur haft á
Eggert Ólafssyni. Hann lætur t. d. prenta allan Búnaðarbálk
í l’yrsta árgangi ritsins, •— Rit Lærdómslistafélagsins telur
hann og í röð heztu hóka á íslenzku máli, en í þeim var einmitt
fylgt málbótastefnu þeirri, er Eggert hafði markað.
Eggert Ólafsson hafði bent á, að þjóðir þær, sem breyttu
siðum og máli eftir öðrum þjóðum, gerðust brátt hverflyndar
og þróttlausar og týndu sjálfum sér að lokum. Baldvin Einars-
son skildi til fullnustu liin beizku sannindi þessara unnnæla.
Málspilling var ekki einungis þjóðarskömm, heldur og beinn
þjóðarvoði. Þess vegna segir hann: „Það væri hin mesta
skömm, ef vér týndum móðurmálinu, þessum gimsteini, sem
forfeðurnir hafa nú varðveitt í landinu lengur en um 900 ár
og eftirlátið afkomurunum til ævinlegrar minningar urn upp-
1-una þjóðarinnar og hennar forna heiður. Er afturför í tungu-
Biálum jafnan samfara afturför í hugarfari og velgengni
sjálfra þjóðanna, þeirra er á þau mæla'*.1) Á öðrum stað í
ritinu kveður hann veraldarsöguna sýna, að sú þjóð, sem
1) Ármann I., 10.—11. bls.