Andvari - 01.01.1941, Page 82
78
Málbótastarf Baldvins Einarssonar
ANDVAIU
vanrækt hafi tungu sína, hafi „verið í afturför, því það cr
merki upp á, að þjóðin her elcki tilhlýðilega virðingu fyrir
sjálfri sér'1.1)
í þessum ummælum Baldvins koma fram meginrök og
meginstyrkur málbótastefnu hans. Þetta voru og aðalrök
Fjölnismanna, einkum Konráðs Gíslasonar, í baráttu þeirra
síðar fyrir viðreisn tungunnar. En Fjölnismenn urðu fyrir
drjúgum áhrifum af málbótastarfi Baldvins Einarssonar. Þeim
var Ijóst eins og honum, að málvörn er þjóðvörn.
Eitt af því, sem einkennir allt umbótastarf Baldvins Einars-
sonar og vert er að gefa fullan gaum, er fölskvalaus ást
lians á íslenzkri menningu og íslenzku máli. Hann vann þjóð
sinni af brennandi ákafa, einlægum vilja og heilum hug og
skildi til hlítar, að
allt hugvit og þekking hjaðnar sem blekking,
sé hjartað ei með, sem undir slær.
1) Sýnishorn 9. bls.