Andvari - 01.01.1941, Page 84
80
Steiiiþór Sigurðsson
ANDVARI
eru ekki fyrir hendi um það, hve inikill hluti af kolum þeirn,
sem til landsins flytjast, er notaður til upphitunar eða elda-
mennsku. Má gera ráð fyrir, að það sé nálægt 100000 tonnum
á ári hverju. Miðað við verðlag fyrir stríð nemur þetta um
3 milljónum króna árlega í erlendum gjaldeyri. Þetta er mikil
upphæð fyrir ekki stærri þjóð en íslenzlcu þjóðina. Var því
áhugi margra ráðandi manna vaknaður fyrir því, að reynd-
ítr yrðu ýmsar leiðir til þess að afla eldsneytis í landinu sjálfu
og spara á þann hátt gjaldeyri og auka atvinnu í landinu.
í þessu augnamiði hefur rannsóknaráðið sérstaldega tekið
til athugunar mó, surtarbrand og jarðhita.
a) Rannsóknir á mó. Á ófriðarárunum 1914—1918 var
allmikið rannsakað af mó og surtarbrandi á rannsóknarstofu
landsins, og voru rannsóknirnar framkvæmdar af Gísla Guð-
mundssyni efnafræðingi. Hefur árangurinn af rannsóknum
þessum verið birtur í Tímariti Verkfræðingafélags íslands
og Búnaðarritinu (1917 og 1918). Fyrir tilhlutun Guðjóns
Samúelssonar, húsameistara ríkisins, fekk ríkisstjórnin hing-
að norskan sérfræðing, A. Ording, lil þess að athuga hér ,mó
og möguleika á vinnslu hans. Kom Ording hingað sumarið
1938 og athugaði staðhætti á Vesturlandi og lét taka allmörg
sýnishorn af mó, sem rannsökuð voru í atvinnudeild háskól-
ans. Niðurstöður Ordings eru þær, að mór sá, sem hér finnst í
jörðu, sé yfirleitt öskumeiri en sá mór, sem unninn er annars
staðar á Norðurlöndum. Öskumagnið er þó víða svo lítið, að
mórinn getur talizt allsæmilegt eldsneyti. Ording ráðleggur, að
gerðar verði tilraunir með vinnslu á eltimó með vélum, sem
ekki eru stærri en það, að þær samsvari þörfinni á hverjum
stað, svo að komizt verði hjá því að flytja móinn langar leiðir.
Enn fremur ráðleggur Ording að reyna framleiðslu á press-
uðurn mótöflum (hrikkettum). Töflur þessar eru gott elds-
neyti og þriflegt. Telur Ording vafasamt, að þurrkar séu hér
nógir til þess að vinnsla þessi geti farið hér frarn og ráðlegg-
ur því að reyna l'ramleiðslu á módufti í töflurnar, áður en
ráðizt væri í byggingu verksmiðjn, sem kostað hefði um 200