Andvari - 01.01.1941, Side 85
ANDVARI
Nokkrar rannsóknir á náttúru landsins
81
þús. krónur. — Auk þeirra, sem hér hafa verið taldir, hefur
Guðmundur Jónsson á Hvanneyri rannsakað nokkuð mólönd
á Vesturlandi.
Þannig stóð niálið, þegar rannsóknaráðið tók við því. Taldi
ráðið heppilegt, samkvæmt þeim gögnum, sem fyrir lágu, að
hér væri reynd vinnsla á eltimó einhvers staðar, þar sem stað-
hættir væru góðir. Samþykkti ríkisstjórnin að leggja allt að
20000 kr. í kaup á móeltivél, en Kaupfélag Vestur-Hún-
vetninga ætlaði að reka vélina í tvö sumur í tilraunaskyni.
Nokkur töf varð á því, að vélin kæmi hingað til landsins. Var
aðeins sjálf kvörnin lteypt erlendis, en hitt smiðað í vélsmiðj-
unni Héðni í Reykjavík. Vélin var ekki komin á vinnustað-
inn og vinnuhæf fyrr en í ágústbyrjun sumarið 1939. Var þá
orðið of seint að vinna nokkuð að ráði og vélin aðeins rekin
í nokkra daga.
Skömmu síðar skall ófriðurinn á. Þá var ráðið að senda
menn til þess að rannsaka mólönd í grennd við sem flest kaup-
tún og kaupstaði á landinu. Unnu að þessu þrír menn, þeir
Sigurlinni Pétursson, Jóhannes Áskelsson jarðfræðingur og
dr. Sveinn Þórðarson. Sigurlinni hafði áður verið með Ording
og aðstoðað hann hér og síðan ferðazt um Norðurlönd og
kynnt sér aðferðir þær, sem þar eru notaðar við móvinnslu.
Rannsakaði Sigurlinni mólönd á Vestfjörðum, Vestur- og
Suðvesturlandi. Dr. Sveinn Þórðarson, menntaskólakennari á
Akureyri, rannsakaði mólönd frá Skagafirði austanverðum til
Vopnafjarðar og Jóhannes Áskelsson Austfirði, allt suður til
Hornafjarðar. Var að mestu lokið við athuganir þessar haustið
1939, en dr. Sveinn lauk því, sem eftir var á Norðausturlandi,
sumarið 1940. Sýnishornin voru rannsökuð í atvinnudeild há-
skólans, og hefur Óskar Bjamason efnafræðingur gert flestar
rannsóknirnar.
Mómýrarnar eru rannsakaðar með sérstökum bor. Neðst á
bornum er um 30 cm löng pípa, lokuð í báða enda, en með
rifu á hliðinni. Þessari rifu er lokað með spjaldi, sem er á
hjörum. Þegar bornum er snúið réttsælis, lokast spjaldið, en
opnast, ef bornum er snúið rangsælis. Tekur borinn þá í sig
62