Andvari - 01.01.1941, Page 91
ANDVAHI
Nokkrar rannsóknir á náttúru landsins
87
11. 25 m djúp liola nokkru neðar en nr. 10 gefur 1,1 1/sek.
og mikla gufu.
Boranir þessar, að undanskildri fyrstu holunni, hafa tekið
rúmlega eitt ár. Mestur tíminn, eða frá ágústbyrjun 1940 til
aprílloka 1941, fór í að bora holurnar á Akureyri og Hólum.
Á öllum stöðunum hafa verið tekin sýnishorn úr borholun-
um, svo að sjá má jarðlagaskipun á hverjum stað. Má vænta
þess, að reynslan, sem fæst við boranir þessar, auk rannsókna
á eðli jarðhitans, muni smátt og smátt auka þekkingu okkar
svo, að segja megi fyrir með meira öryggi en nú er, hvar
vænta má árangurs af borun.
II. Rannsóknir á efnum til sements- og áburðarframleiðslu.
í skýrslu skipulagsnefndar í atvinnumálum (Álit og til-
lögur 1936, bls. 312—342) eru áætlanir um sementsverksmiðju
og áburðarverksmiðju. Hefur N. Monberg verkfræðingur
gert áætlunina um sementsverksmiðjuna, en B. Wadstad
verkfræðingur gert áætlun um áburðarverksmiðju. Síðar
gerði Aude, verkfræðingur hjá F. L. Smith & Co. A/S Kaup-
mannahöfn, aðra áætlun um sementsverksmiðju árið 1936, að
lilhlutun Sigurðar Jónssonar framkvæmdarstjóra, en nánari
grein fyrir aðdraganda og upphafi þessa máls. er að finna í
ritgerð eftir hann í 10. bl. Fálkans, 7. marz 1941. í áætlunum
þessum er byggt á innlendu kalki, leir og kísil til framleiðsl-
unnar. Hefur Jóhannes Áskelsson aðallega verið fenginn til
að annast leit að efnum þessum hér. Sérstaklega hefur komið
i ljós, að leir hér er ekki nógu kísilauðugur til sementsfram-
lciðslu og þarf þvi að blanda í hann kísil. Mundi það varða
rnjög miklu urn framleiðslu á sementi, að hægt væri að finna
öll þessi efni á sörnu slóðum og á stað, þar sem hægt væri að
fá ódýrt rafmagn og auðvelt væri um samgöngur. Hefur Jó-
liannes á síðari árurn kannað Vestfirði í þessu skyni. í rann-
sóknum þessum hefur Jóhannes einnig athugað járnstein á
árestfjörðum.