Andvari - 01.01.1941, Síða 93
ANDVARI
Nokkrar rannsóknir á náttúru landsins
89
fjallsins er hér hlaðinn úr allmörgum, þverhnýptum hamra-
heltum. í 340 m hæð kemur efri brún molabergs þess í ljós,
sem járnsteinninn liggur í. Á þessum slóðum er það lag-
skiptur leir- og sandsteinn, er þannig er álita, að hann mun
myndaður í vatni. Meðfylgjandi tafla sýnir skipun þessa jarð-
lags. Er þar tilgreind þykkt og meðaljárnmagn hvers smálags.
Lögin eru talin í röð ofan frá. Efnagreiningar eru fram-
lcvæmdar í atvinnudeild háskólans af Óskari Bjarnasyni.
Tafla þessi sýnir aðeins skipun jarðlagsins á einum athug-
unarstað, en er ekki meðaltal frá fleiri stöðum. Er efnagrein-
ingum ekki lokið frá fleiri athugunarstöðum.
Yfirborð biágrýtisins, sem myndar undirstöðu molabergs-
ins, er í 325 m hæð, eða því sem næst. Þar fyrir neðan taka við
skriðuorpnar hlíðar og grónir hjallar í sjó niður.
Eins og ljóst er af töflunni, er járnauðugasta brúnjárn-
steinlagið, lag E, ekki nema 27 cm þykkt á þessum stað. Magn
járnsýrings í lagi þessu reyndist 61,3%, en það svarar til þess,
að 42,9% hreint járn sé í lagi þessu.
Ég sá til járnlags þessa á nálægt því 7 km löngum spöl
í fjallshlíðinni, eða nánar tiltekið, utan frá Deildargili og inn
til Hólsfjalls. í innri kinnung Deildargils mældist lagið 45 cm,
og fann ég það hvergi þykkara.
Þess var ekki kostur að rekja lag þetta óslitið alla vega-
lengdina milli ofangreindra staða, enda má gera ráð fyrir þvi,
að það sé ekki óslitið alla leiðina. Steinninn virðist liggja í
linsumynduðum flögum, er þynnast út til randanna og eru
þar eggþunnar.
Ekki er hægt að gera sér ljóst, hve mikið járnmagnið er,
nema vitað sé, hve langt inn í fjallið lagið nær. Úr þessu
verður ekki skorið nema með borunum. 1 giljum, sem grafizt
hafa inn í fjallshlíðina, er hægt að fylgja laginu frá barmi til
botns, um 6—8 m, og er engin ástæða til að ætla, að þar þrjóti
það. Hins vegar heppnaðist mér ekki að finna lagið i norður-
hlíðum fjallanna, hvorki í Sunddal né Vatnsdal, þar sem ætla
mætti, að lagið kæmi fram, nái það á annað borð þvert í gegn-
l,ra fjallgarðinn, sem á þessum slóðum er tveggja til þriggja