Andvari - 01.01.1941, Síða 97
ANDVARI
Nokkrar rannsóknir á náttúru landsins
93
horn af þeim leirtegundum í Mókollsdal, sem til greina gætu
komið. Voru alls tekin og rannsökuð 61 sýnishorn. Voru þau
rannsökuð á atvinnudeild háskólans, og annaðist Óskar
Bjarnason efnagreininguna.
Niðurstaða rannsóknarinnar varð þessi:
Enginn fosfór............................... 13 sýnishorn
Fosfórsýrumagn (P205) ... 0.1 % eða minna 29 -—
— ................. um 0.2 % 8 —
— ................. — 0.3 % 6 —
— ................. — 0.6 % 2 —
— ................. — 0.2 % 3 —
61 sýnishorn
Hundraðshlutar þessir eru miðaðir við þurrefni. Mest fosfór-
sýrumagn fannst 2,42%.
Eftir þessa rannsóltn má telja víst, að í Mókollsdal sé um
mjög lítið efnismagn að ræða af fosfórsýruauðugum jarðlög-
um, svo lítið, að það hefur enga hagnýta þýðingu.
III. Gróðurrannsóknir.
Steindór Steindórsson, menntaskólalcennari á Akureyri,
hefur haft með höndum gróðurrannsóknir. Fer hér á eftir
skýrsla hans.
Skývsla til rannsóknarnefndar atvinnuveganna
um gróðurrannsóknir sumarið 1940.
Gróðurrannsóknir mínar sumarið 1940 voru tvíþættar. Ann-
ars vegar hélt ég áfram rannsókn öræfa- og afréttagróðurs í
framhaldi fyrri rannsókna minna í því efni. En ekki er þeim
enn komið svo áleiðis, að unnt sé að gefa nokkrar niður-
stöður. Hins vegar skoðaði ég áveitusvæði Flóans, til að athuga,
hverjar breytingar hefðu orðið þar á gróðri síðan áveitan
hófst. Var sú rannsókn framhald athugana frá árunum 1930
—31, sem ég hafði ekki enn gefið út neina skýrslu um.
Afréttasvæði það, sein ég kannaði að þessu sinni, var Gnúp-