Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1941, Page 98

Andvari - 01.01.1941, Page 98
94 Steinþór Sigurðsson ANDV.VRI verjahreppsafréttur í Árnessýslu. Fór ég um mestan hluta hans neöan frá byggö og upp undir Arnarfell. Megingróður- lendi afréttar þessa er landræma meðfram Þjórsá, en vestur af því eru allbreið öræfa- og melasvæði. Mjög er landræma þessi misbreið, og hún er algerlega skorin sundur á löngu svæði með Fjórðungssandi. Fyrir innan hann eru víðlendar gróður- flesjur milli Þjórsár og Hofsjökuls, en þegar kemur inn fyrir Blautu- og Miklukvislar, er mestur hluti þess mýrlendur og víða illur umferðar. Kemur það land ekki að miklum notum til sumarbeitar, bæði sakir fjarlægðar frá hyggð, votlendis og þess, að fé leitar lítið inn yfir kvíslar, að minnsta kosti framan af sumri. Meginhluti afréttarins er því fyrir neðan Fjórðungssand. Gróðurfar á afrétti þessum er allbreytilegt. Algengustu gróðurlendin eru mýri og víðigrund. Þar, sem mýrin er blautust, er víða grösugt og klófífa aðaltegund, en gróður yfirleitt fáskrúðugur. Á hinum þurrari mýrasvæðum er síinnastör ein algengasta tegundin, en nokkuð vex þar af grös- um og smárunnum. Víða er þar mosi mikill í rót, svo að há- plöntugróðurinn er strjáll. Á víðigrundum vaxa einkum loð- og grávíðir. Er hinn síðar nefndi oft einnig aðaltegundin á raklendum mosaþembum, sem mjög nálgast mýri að öllu eðli. í brekkum, einkum neðan til um afréttinn, er bláberjalyng oft aðaltegund, og þar, sem snjólétt er og þurrt, þursaskegg og móasef. Oft eru snjóléttir brcklcurindar að mestu vaxnir gamburmosa. Valllendisblettir og ræmur hittast allvíða, eink- um meðfram lækjagiljum og grófum. Yfirleitt má telja afrétt þennan grösugan, og um nýjan uppblástur mun ekki vera að ræða þar, svo að nokkru nemi. Hins vegar er það Ijóst, að þar liafa gróðurlendin fyrr verið miklu víðlendari, en sums staðar má sjá þess vott, að land er nú að gróa á ný. Líklegt má telja, að afrétturinn hafi verið með grösugra móti hin síðustu sumur, síðan Flóamenn hættu að reka á afrétt sinn, er liggur vestan að Gnúpverjaafrétti. En afréttur Flóamanna er víða lítt gro- inn, svo að fé leitar frá honum niður í haglendin við Þjórsá. Annars vantar athuganir um, hvort þess hefur nokkuð gætt a vænleika fjár, að afrétturinn hefur verið minna notaður upp a
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.