Andvari - 01.01.1941, Page 102
98
Nokkrar rannsóknir á náttúru landsins
ANDVARI
verið mjög skiptar um lög þessi, verður slíkt að teljast nauð-
synlegt, ef æðarvarp á að geta þrifizt hér. Sú tekjurýrnun,
sem verður við eyðingu veiðibjöllunnar, á að vinnast upp
margföld við aukningu æðarvarpsins. Þess má geta, svo að að-
eins eitt atriði sé tekið, að þar, sem rannsóknin fór fram, tók
veiðibjallan u.m helming allra oi*pinna eggja.
Veiðibjallan er þó engan veginn eini óvinur æðarfuglsins.
Enginn vafi leikur á því, að maðurinn er einnig mjög skæður
óvinur, og góð hirða og umönnun fyrir vörpunum gæti áork-
að miklu til aukningar á dúntekjunni. Þá hefur dr. Finnur
einnig sýnt fram á það, að hafis hér við land hefur haft mikil
áhrif á fækkun fuglsins, þótt ekki sé hægt að kenna hafís um
fækkun þá, sem hófst fyrir nálega 10 árum.
Það er ætlunin, að æðarfugl verði athugaður á fleiri stöð-
um á landinu til samanburðar, og væntanlega verður árang-
ur rannsókna birtur sem heild síðar meir.
Efni.
Ills.
Jón Olafsson, eftir I>orstein Þorsteinsson ...................... 3—21
Ályktanir Alþingis vorið 1941 um stjórnskipun og sjálfstæði ís-
lands, eftir Bjarna Benediktsson ............................. 22—39
Hvað olli Iiruni Frakklands 1940? eftir Jónas Jónsson ........... 40—54
Tcmstundir, eftir Guðmund Finnbogason ........................... 55—63
MAlbótastarf Baldvins Einarssonar, eftir Björn Guðfinnsson .... 56—78
Nokkrar rannsóknir A nAttúru iandsins 1939 og 1940, eftir Stein-
þór Sigurðsson ............................................... 79—98