Andvari - 01.01.1938, Page 8
4
Jón Þorláksson
Andvari
ritstjóra og var alltaf góður kunningsskapur milli ]óns
og þess heimilis, enda þótt Jón yrði síðar mjög ákveð-
inn andstæðingur Björns í stjórnmálum. Hann var hinn
mesti námsmaður í skóla og útskrifaðist vorið 1897 með
hærri einkunn en nokkur annar hafði fengið þar við
burtfararpróf fram til þess tíma. Bekkjarbróðir ]óns, Arni
Pálsson prófessor, hefur lýst Jóni nokkuð á skólaárun-
um. Hann gaf sig lítið að skólamálum, segir Árni. En
einu sinni lét hann þó til sín taka. Það var um vorið,
er þeir Árni voru í 6. bekk. Þá hófst deila um mál
eitt innan skólans, og gerðist ]ón framsögumaður ann-
ars flokksins. »Og ræðan, sem hann hélt þá, er mér
minnisstæðari en flestar aðrar ræður, sem jeg hef hlýtt
á um mína daga«, segir Árni. »Þegar hann stóð upp,
hafði jeg ekki hugmynd um, hvernig hann væri máli
farinn; þegar hann. settist niður, var jeg viss um, að
jeg hafði aldrei heyrt mann tala betur. Hann hafði
tætt sundur málstað andstæðinganna með svo róleg-
um yfirburðum og svo kaldri rökfestu, að það var
bersýnilegt, að hann sannfærði marga, sem áður voru
á báðum áttum. Það duldist ekki, að miskunnarlaus rök-
vísi hans hafði snert andstæðingana ákaflega ónota-
lega.«
Sumarið 1897 fór Jón á háskólann í Kaupmannahöfn,
las þar verkfræði og tók próf í henni 1903 með ágæt-
um vitnisburði. Á þessum árum hófst deila sú um breytt
stjórnarfyrirkomulag hér á landi, sem kennd er við dr.
Valtý Guðmundsson. Til er lýsing á því, eftir Jón Þor-
láksson sjálfan, hvernig hann og samtímamenn hans a
háskólanum litu þá á þessi mál. Lýsingin er í grein um
fyrstu stjórnarár Hannesar Hafstein, í »Óðni« 1923. Jón
segir þar: »Á Kaupmannahafnarárum mínum, 1897"
1903, var mjög fjörugt félagslíf hjá íslenzkum stúdent-