Andvari - 01.01.1938, Blaðsíða 16
12
Jón Þorláksson
Andvari
um framfaramálum landsins og var þar að auki gædd-
ur ágætum þingmennskuhæfileikum. En svona var það.
Hann var fyrst kosinn á þing í Reykjavík 1921. Var
hann þá enn á bezta skeiði, 44 ára gamall. Eftir 1926
var hann landkjörinn. Hann hafði meiri þekkingu en
nokkur annar maður á öllum verklegum málum, sem til
þingsins kasta komu, og hafði því að sjálfsögðu undir
eins mikil áhrif. Jón Magnússon hafði þá á undanförn-
um árum, frá ársbyrjun 1917, verið forsætisráðherra og
atkvæðamesti maðurinn í stjórn landsins. En 1921 mynd-
aði Framsóknarflokkurinn fyrst stjórn, án undanfarandi
vantraustsyfirlýsingar á þá stjórn, sem fyrir var. Meiri
hluti þingmanna ritaði undir yfirlýsingu um, að hann
æskti stjórnarskipta, og það var látið nægja. Fór hin
nýja stjórn, sem þá var mynduð, með völdin í tvö ár.
Var nú stjórnmálaviðhorfið orðið annað en áður hafði
verið, með því að deilurnar um sjálfstæðismálið voru nú
leystar, en stéttallokkadeilurnar komnar í þeirra stað.
Sjálfstjórnarnafnið á samsteypu gömlu flokkanna varð
ekki langlíft. Vmsir menn úr gömlu flokkunum höfðu
og aldrei gengið til þeirrar samsteypu með heilum hug.
Nú tók þessi samsteypuflokkur upp nafnið Borgara-
flokkur, og undir því nafni sigraði hann í kosningunum
1923. Það var ætlun margra, að Jón Þorláksson mynd-
aði þá stjórn, en það tókst ekki. Jón Magnússon
myndaði stjórnina, en Jón Þorláksson varð fjármálaráð-
herra. Þriðji maðurinn í stjórninni varð Magnús Guð-
mundsson. Jón Þorláksson hafði ekki haft afskipti af
neinu blaði öðru en Lögréttu fyrr en ég varð ritstjóri
Morgunblaðsins sumarið 1921, en þá varð hann styrkt-
armaður þess. Hann lagði mikið að mér eftir þessa
stjórnarmyndun að fylgja stjórninni með Lögréttu. En
ýmislegt olli því, að ég kaus þá heldur að halda henni