Andvari - 01.01.1938, Síða 19
Andvari
Jón Þorláksson
15
)ón hafði 1917 sagt af sér landsverkfræðingsstörfum
°9 stofnaði þá verzlun í félagi við annan mann, Jón
Norðmann. Verzluðu þeir með byggingaefni o. fl. og
höfðu mikil viðskipti. Þó fékkst Jón enn sem fyrr
við ýmis verkfræðingsstörf. Þegar það var ráðið, að Flóa-
áveitan kæmist í framkvæmd, var honum falin forstaða
þess verks. Hafði hann verið í milliþinganefnd, sem
skipuð var 1916 til þess að gera tillögur um málið.
Þetta var mikið verk og hafði lengi verið í undirbún-
■ngi, enda mun það vera stærsta fyrirtækið, sem hér
hefur verið ráðizt í landbúnaðinum til eflingar.
Fossavirkjunin hafði lengi verið áhugamál Islendinga.
En þar var um að ræða svo fjárfrek fyrirtæki, ef virkja
shyldi hin stóru fallvötn, að menn sáu ekki, að slíkt væri
^®rt nema með erlendu fjármagni. Fossarnir og fallvötn-
,n urðu braskvara í höndum einstakra manna og voru
seld útlendingum. Tvö erlend félög, að minnsta kosti,
höfðu ráðgert, að koma hér á vatnavirkjum í stórum
stíl. Annað var norskt, hét »Titan«, og ætlaði að virkja
Þjórsá, hitt danskt, hét »ísland«, og ætlaði að virkja
S°9ið. Á Alþingi 1917 var milliþinganefnd skipuð til
þess að rannsaka þessi mál. Var hún kölluð Fossanefnd.
* henni voru: Guðmundur Björnson landlæknir, for-
^iaður, Bjarni Jónsson frá Vogi, Sveinn Olafsson, allir
þingmenn, og Jón Þorláksson, utan þings. Nefndin dvaldi
nni hríð erlendis til þess að kynna sér þar virkjun fall-
vatna. Meiri hlutinn vildi gera allt rennandi vatn að
þjóöeign, en minni hlutinn (Sv. Ól.) vildi, að eignarrétt-
unnn væri hjá þeim, sem lönd ættu að vötnunum, og
S'graði sú skoðun. Var mikið rætt um fossamálið á þeim
arum og frá ýmsum sjónarmiðum. En ekki er hægt að
^kja það hér til hlítar. Úr fossavirkjun hinna erlendu
e|aga varð ekkert, eins og kunnugt er. En áhuginn á