Andvari - 01.01.1938, Síða 22
18
]ón Þorláksson
Andvari
un Sogsins, lán til hennar erlendis og framkvæmd verks-
ins. En framkvæmd þess auðnaðist honum ekki að sjá.
Hann hafði verið heilsuveill á síðari árum og hvað eftir
annað dvalið erlendis um tíma sér til heilsubótar. Ef tit
vill hafði hann lagt of mikið að sér í utanförinni haust-
ið 1934, er hann var að ganga frá samningunum um
Sogsvirkjunina. Hann var aldrei með fullri heilsu eftir
það. Og 20. marz 1935 versnaði honum skyndilega og
hann andaðist eftir litla stund, 58 ára gamall. Bana-
meinið var hjartabilun. Utför hans er fjölmennasta og
viðhafnarmesta jarðarför, sem ég minnist að hafa séð
hér í bænum.
Eins og sjá má á því, sem sagt er hér á undan, voru
viðfangsefni Jóns Þorlákssonar svo margvísleg, að ekki
er unnt að lýsa þeim til neinnar hlítar í því rúmi, sem
þessari grein er ætlað. Aðalstarf hans var á sviði hinna
verklegu mála, og þar var hann afkastameiri en nokk-
ur annar samtíðarmaður hans. Hann kom fram einmitt
á þeim tíma, sem íslandi var mest þörf á slíkum manni.
Hann var stilltur maður, gætinn og fáorður, en áhuga-
mikill og sívinnandi. Hann var ágætlega máli farinn og
ritfær í bezta lagi. Mesti kostur bæði á ræðum hans
og ritgerðum var það, hve allt var þar ljóst og skipu-
legt. Hann var óvenju rökvís maður, útskýrði þau mál,
sem hann hafði til meðferðar, flestum eða öllum betur,
fór engin gönuskeið út fyrir málefnið, talaði alltaf til
skynsemi en ekki tilfinninga áheyrendanna. Hversdags-
lega var hann óvenjulega þögull maður. Ekkert var hon-
um hvimleiðara en óþörf mælgi og orðagjálfur. Mál-
snilldar sinnar neytti hann að eins á opinberum mann-
fundum, bæði á þingi og utan þess, en aldrei í viðræð-
um hversdagslega. Á fyrri árum skrifaði hann jafnan
ræður sínar áður en hann flutti þær. En það mun hann