Andvari - 01.01.1938, Side 25
Andvari
„Þjóðlið íslendinga“
og stjórnarskrárbaráttan síðari.
Það verður eigi ritað um »Þjóðlið íslendinga«, sem
svo var nefnt, nema minnzt sé hins síðara þáttar stjórn-
arskrárbaráttu vorrar um leið. Hinum fyrra þætti henn-
ar lauk með stjórnarskránni 1874, er Kristján konungur
IX. færði oss þá á þúsund ára hátíð þjóðarinnar á
Þingvelli.
Þessum málalokum fagnaði þjóðin yfirleitt, um leið
og konunginum — »með frelsisskrá í föðurhendi*! En
það gerðu ekki allir þeir, sem fremst höfðu staðið í
stríðinu á undan, og sennilega sízt af öllum ]ón Sig-
urðsson forseti. — Hann mætti ekki á Þingvöllum þá,
á þessari miklu þjóðhátíð. En hann hafði skrifað langa
°9 ítarlega grein um stjórnarskrána í Andvara þ. á., en
stjórnarskráin var birt 5. jan. þ. á. og orðin kunn hér
á landi á undan hátíðinni. Þessi grein var hin síðasta,
er J. S. skrifaði um stjórnarbótamálið sjálft. Mér hefir
fundizt sú grein, eða aðalniðurstöður hennar, vera
látning þreytts og vonsvikins manns. Hann heldur því
Ifam, að stjórnarskrá þessi hafi næsta lítið fram yfir
sem áður hafi staðið til boða og þingið hafnað. —
I~Iann kemst svo að orði: »Um stjórnarskrána má segja
tað sama og um lögin frá 2. jan. 1871 (stöðulögin) að
Þar eru ýmis atriði, er alþingi hefir aldrei séð og hefir
ei9i fengið að neyta síns ráðgjafaratkvæðis við. Önnur