Andvari - 01.01.1938, Side 34
30
Þjóðlið íslendinga
Andvari
fjörð Jón í Múla og Sigurður í Vztafelli, til að undirbúa
þessar kosningar. — Þjóðliðið hugðist einnig að koma
Einari Ásmundssyni í Nesi að í Norður-Múlasýsla, í stað
Tryggva Gunnarssonar. — Hann hafði verið andstæður
stjórnarskrárbreytingu. En er til kom, gaf hann ekki kost
á sér; en Þorvarður Kerúlf læknir varð þingmaður þeirra.
Jón í Múla komst greiðlega að í Norður-Þingeyjarsýslu.
Af nýjum þingmönnum öðrum má nefna síra Sigurð
Stefánsson í Vigur — þingmann í ísafjarðarsýslu; senni-
lega fyrir áhrif hins pólitíska félags Vestfirðinga.
Hér er ekki ástæða til að rekja stjórnarbaráttu vora
meira.
Nú var þjóðin orðin all-einhuga um það mál, þótt eigi
liði á löngu áður en leiðir skiptust. — Hér verður held-
ur ekki sagt mikið meira frá starfi Þjóðliðsins út á viði
enda fóru áhrif þess nú minnkandi. — Það var þegar á
Þingvallafundinum bersýnilegt, að útbreiðsla þess myndi
engin verða. Félag Vestfirðinga og »Þjóðfrelsisfélagið« í
Reykjavík létu ekkert til sín heyra á fundinum. Hug-
myndin, um pólitískan landsflokk hér var ekki tímabser.
Skipulag Þjóðliðsins átti þá litlum skilningi að mæta,
nema hjá einstaka manni. — Hin síðustu áform þess
út á við voru aldrei framkvæmd: að gefa út blað eða
timarit. Enda var það flokknum ofvaxið, og aðstaðan
ómöguleg, meðan hann náði ekki yfir nema miðhreppa
Þingeyjarsýslu. — En það styrkti 2 blöð á Akureyri
(Fróða og Norðurljós) og sömuleiðis Þjóðólf í Reykjavík.
Er í þessum blöðum að finna nokkra fræðslu um ÞjóS'
liðið frá 1884—1887. Búast hefði mátt við, að hið hræði'
lega árferði þennan áratug, eða 1881—1888, myndi að
mestu kefja allan félagslegan gróður í Þingeyjarsýslu, en
það varð alls ekki. — Að mínu áliti hefir félagslífið þar
aldrei verið betur lifandi en árin þau og öldina út. — E»