Andvari - 01.01.1938, Síða 37
Andvari
ÞjóÖlið íslendinga
33
Frumskrá.
9r. Þeir íslendingar, er samþykkja frumskrá þessa og
skuldbinda sig lil að fylgja henni, ganga í einn
flokk, og nefnist hann: Þjóðlið Islendinga.
2- gr. Stefna liðsins í pólitískum málum er frelsisstefna
framsóknarmanna; hún er því andstæðingur stefnu
íhaldsmanna.
gr. Aðaltilgangur liðsins er að ávinna íslendingum full-
komið stjórnfrelsi. Vernda þjóðréttindi þeirra og
þjóðerni og hafa vakandi auga á því, að stjórn-
endur landsins og embættismenn gegni skyldum
sínum gagnvart þjóðinni.
9r- Liðsmenn skulu vandlega vernda rétt íslenzkrar
tungu og styðja hvert það almennt mál, er miðar
þjóðinni til frelsis og framfara.
9r- Tilgangi sínum leitast Þjóðliðið að ná með öllum
leyfilegum meðölum: Sveitafundum, héraðsfundum,
landsfundum, ritgerðum í blöð og tímarit o. s. frv.
Úr reglugerð Þjóðliðsins.
2- gr. Liðsmenn allir ganga í sveitir. í hverri sveit geta
minnst verið 6 og mest 15 menn. Ef fleiri liðsmenn
vilja ganga í sveitina, skal henni skipt í tvær sveitir.
gr. Enginn getur gengið í neina sveit liðsins, nema
meiri hluti þeirra sveitarliða vilji veita honum viðtöku.
9r- Sveitarforingja kjósa allir sveitarbræður sér af sín-
uin flokki snemma í marzmánuði ár hvert, en for-
■nginn kýs sér varaforingja og aðstoðarmenn af
sveitarliðinu.
■ 9r. Tíu sveitir eða fleiri ganga í samband, og heitir
tað fylking. Sveitarforingjar kjósa ár hvert fylking-
arforingja, en hann varaforingja og aðstoðarmenn.
Jón Jónsson frá Gautlöndum.
3