Andvari - 01.01.1938, Qupperneq 39
Andvari
Sveitakonan — móöir og amma
35
En annarri spurningu verður naumast svarað með
beirra orðum — þessari spurningu:
Hverjir bjuggu á þessu koti, sem hér er að sjá og nú
er í eyði? Og hvað dreif á daga þess fólks, sem hér
bjó, faeddist, háði baráttu, féil?
Hver spurningin rekur aðra. En enginn getur með
vissu svarað þeim spurningum.
Skáldgáfan kann að geta farið nærri um baráttuna,
sem þarna er háð, ef hún er vel að sér ger. En um fóst-
Ur skáldgáfu er svipað að segja sem um þau egg, sem
lilbúin eru í verksmiðjum — þau kunna að vera eggjum
lík að næringarefnum. En þeim verður aldrei ungað út.
Aldrei kemur fugl úr þeim — aldrei fleygur fugl.
En getspeki á vítt svigrúm í veröld eyðikotanna. Og
^ún á einnig þann kostinn, að henni sé gefið undir fót-
lnn á stræti borgarinnar t. d, þegar glöggur maður mætir
stúlku, sem hefir svo Iitaðar varir og kinnar, að þau lit-
Erigði sjást álengdar — þá verður þeim glöggskyggna
^anni sú spurning á ólituðum vörum, þó að hann tali
aðeins við sjálfan sig — spurningin þessi:
Hverrar ættar ertu, stúlka litla? Ertu út af konunni,
®etn fyrrum bjó í kotinu, sem nú er í eyði ? Veiztu hvað
reir á daga hennar og mannsins hennar?
Hún heyrir ekki spurninguna, sem varla er von, því
a þarna er um þagnarmál að tefla. Og þó að hún heyrði
®PUrninguna, myndi hún alls ekki líta við spyrjandanum,
3 fer nærri um svar hennar við spurningunni — ef hún
jtnnars gegndi: Hvað varðar mig um líf þeirrar konu og
ennar manns, enda þó að ég væri út af henni komin?
°rvitni fræðihugans hugsar á aðra leið. Það er hans
ni að þakka, að sögur t. d. forfeðra vorra voru
fáoar. Og þó miklar eyður séu í þær sögur, eru þær
arnt ómetanlega dýrmætar.