Andvari - 01.01.1938, Page 42
38
Sveitakonan — móðir og amma
Andvari
sem sagan hermir um Guðrúnu Ósvífursdóttur, enda mun
þessi hafa haft eldimennsku og þjónstu á höndum í bú-
skap sínum.
Þetta dæmi gefur bendingu um þau afrek, sem unnin
hafa verið innan bæjar í 1000 ár í landi voru — við
rokkinn og vefstólinn.
Annars hafa þau tæki verið ófullkomin lengstum. Enn
í dag er band tvinnað á halasnældur, stöku sinnum, og
séð hefi eg verið spunnið á það áhald úr lyppu. Eg ætla,
að mikill spuni hafi fyrrum verið af hendi leystur á hala-
snældur hér á landi.
Vefstólar voru forðum útbúnir með kljásteinum í stað-
inn fyrir skammel, og skeiðin var þannig, að rekið var
áhald inn í skilið — hvalbeinsskeið — til þess að reka
ívafið að voðinni.
Þegar svona ófullkomin áhöld voru, má nærri geta,
hvílík iðni og elja hefir verið til staðar, þar sem öll ullin
í landinu var heima unnin.
Vér getum gert oss í hugarlund annríkið við iðnað-
inn þann.
En gat þá nokkurt andlegt líf tórt eða þróazt í þessu
andrúmslofti? Eða réttara sagt: Var þarna nokkurt and-
rúmsloft? Gat það átt sér stað?
Eg nota mér enn vísbendingu Iíkindanna.
Eg ætla, að konan í sveitinni hafi litið í kringum sig
með sjónum sálar sinnar og séð gegnum holt og hæðir*
Konur, sem lifað hafa fram til þessa dags, eru til leið'
beiningar í þessum efnum. Eg get bent á systurnar
Ólínu og Herdísi skáldkonur, sem voru blátt áfram vinnu-
konur langa æfi og þar af leiðandi eigi sjálfráðar þ- e-
réðu yfir litlum eða engum tómstundum. Þó voru þ&T
svo fróðar og skáldhneigðar, að þeir brunnar urðu aldrei
uppausnir til fulls. Gamlar sagnir og nýr fróðleikur voru