Andvari - 01.01.1938, Page 44
40
Sveitakonan — móðir og amma
Andvari
það, að hirðskáldin gátu fyrrum munað drápurnar, sem
þeir kváðu um konungana. En frá mínu sjónarmiði er
það furðulegt og allt að því óskiljanlegt, að skáld skyldi
geta fest sér í minni drápur og flutt þær reiprennandi.
Og svo hitt, að áheyrendur skyldi geta skilið það,
sem skáldin kváðu, svo myrkt og flókið sem skálda-
málið var.
Eg held, að konur hafi í fornöld verið afarnæmar og
minnugar á kvæði og sögur. Stutt er síðan tvær konur
voru í söfnuðum prests, séra Geirs Sæmundssonar, sem
svo voru næmar, að þær kunnu orðrétt ræður hans eitt
sinn heyrðar í kirkju.
Það er alkunnugt, hve konur eru fljótar að ná tungu-
taki, þegar þær ungar koma í ókunnugt land. Og í annan
stað eru þær afarminnugar á talað mál. Eg hafði eitt
ár vinnukonu, sem var svo lítið gefin, að fræðin voru
henni kennd utan bókar og hún fermd »upp á« þann
lærdóm. En hún var svo næm á hversdagsmas, að hún
gat sagt dag eftir dag allt sem gerðist og talað var, gest-
komur og borðhald á bænum, sem hún ólst upp á í æsku,
og orðræður á enginu.
Af þessum og þvíumlíkum bendingum ræð eg það,
að sögusögn og kvæði hafi fyrrum átt auðvelda aðgöngu
að hugskoti mæðra vorra og formæðra, þótt karlmenn
hafi að vísu skrásett allt saman, af því að þeir lærðu
listina þá að skrásetja.
Það er beinlínis sagt, að Ari fróði hafi numið ýmsa
speki að Þuríði spöku, dóttur Snorra goða. Og um ýms-
ar fóstrur er það sagt — f. d. fóstru Víga-Barða og
fóstru Þorbjarnar önguls — að þær hafi kunnað margt
í fornum fræðum; þau fræði voru að sumu leyti bundm
í rúnum eða tengd við þær. En rúnir áttu skylt við skáld-
skap og goðafræði. En sjálfur brunnur spekinnar var i