Andvari - 01.01.1938, Qupperneq 46
42
Sveitakonan — móðir og amma
Andvari
skapur. Öll þessi uerk eru þannig, að þolinmæði þarf til
að vinna þau. Þau verða ekki lærð í skólum fyrst og
fremst, nema þá matreiðsla. Og þó hefir móðir kennt
hana dóttur sinni og svo koll af kolli um ár og aldaraðir.
Sá skóli hefir verið ódýrastur allra skóla, en þó svo til-
komumikill, að á honum hefir þjóð vor bjargazt lengst
afsinnar æfi. Hann hefir a. m. k. verið notadrjúgur. Og sú
kennsla, sem þar hefir farið fram, hefir látið lítið yfir sér.
Ef mér væri skipað eða eg væri beðinn að lýsa ís-
lenzku sveitakonunni í einni setningu aðeins, mundi eg
segja:
Hún lætur og hefir ávallt látið lítið yfir sér.
í þessari málsgrein felst það, að sú kona hafi verið
og sé dul og feimin í framgöngu sinni. Þess háttar lítil-
læti geiur að sönnn gengið of langt, eða réttara sagt
gert of lítið úr sér. En þá er þó konan í samræmi við
þögnina sjálfa. Og hún — þögnin — er eitt stórveldi í
raun og veru, sem hefir mikið til síns ágætis. —
Þegar ég segi þetta um þögnina, að hún sé stórveldi,
veit ég, hvað fyrir mér vakir. Sjálf tilveran og náttúran
svo kallaða er stórveldi, eða veröld, sem er svo mikils
háttar, að seint verður rannsökuð til fulls. En í raun og
veru lætur hún Iítið yfir sér. Hún er svo dul, að fræði-
menn og vísinda eru sífellt að rannsaka hana og túlka
þögn hennar í orð. Og sú rannsókn mun vara, meðan
orðfæri verður notað.
Vfirlætisleysi mæðra vorra og ömmu er á sinn hátt
svo sem lítillæti grávíðihríslu, sem lifir í úthaga eða við
öræfi. Sú hrísla lætur minnst á sér bera allra trjágreina-
tegunda. Hún tyllir sér aldrei á tá, ná hreykir sér upP
í loftið. En hún gerir annað, sem er í frásögur færandi.
Hún lyftir kolli greina sinna upp úr snjónum áður en
nokkur önnur viðargrein lætur í ljós bros móti vordegi.