Andvari - 01.01.1938, Side 50
46
Frá óbyggðum II.
Andvari
af ýmsum miðunum mátti ætla, að þær lægju nálægt
norðurbrúnum hans. Síðan skyldi haldið upp í Öskju.
Við dvöldum á Akureyri nokkra daga og hvíldum
hestana. Sú breyting varð nú á, að S. A. Andersen hélt
heimleiðis, en Guðmundur G. Bárðarson, sem þá var
kennari við Gagnfræðaskólann á Akureyri, slóst í för
með okkur, og var það allt ráðið áður en við fórum
frá Reykjavík.
Fram að Víðikeri.
Fimmtudaginn 2. ágúst lögðum við svo upp frá Ak-
ureyri. Eg rak hestana lausa, 14 að tölu, inn fyrir fjarð-
arbotninn, en félagar mínir fóru sjóleiðis með allt hafur-
taskið yfir í Veigastaðabás. Farangurinn var í mesta
lagi, og vorum við lengi að tjasla honum upp á hestana,
svo að klukkan var orðin 7 að kvöldi, þegar við kom-
umst af stað. Norðansúld var á og vegir blautir. Sóttist
því seint austur yfir Vaðlaheiði og Ljósavatnsskarð, og
náðum við því naumast háttum að Ljósavatni, en þar
höfðum við beðizt gistingar.
Bærinn á Ljósavatni stendur á sléttri grund suður frá
samnefndu vatni. Hraun er austiir frá túninu, en fjalls-
hlíðin brött að baki. Vatnið virðist hafa orðið til með
þeim hætti, að ísaldarjökullinn, sem féll út Bárðardal,
hafi ekið ruðningi í eystra mynni skarðsins og stíflað
það. Síðar hefir hraunið hækkað vatnsborðið, en Djúpá
loks lækkað það aftur smátt og smátt. Austan við vatn-
ið eru allháir vikurhólar, sem margir ætla, að séu gíS'
ar. Eg hygg, að svo sé ekki, heldur séu það hraun-
strompar (hornitos), sem hlaðizt hafi upp, þar sem hraun-
ið féll út í vatnið eða votlendisdældir við endann á því-
Næsta dag lögðum við af stað laust eftir hádegi, og
héldum austur yfir Skjálfandafljót á þjóðveginum, en