Andvari - 01.01.1938, Síða 57
Andvari
Frá óbyaaðum II.
53
u<n, Sandmúladal og Krossárgili, sem liggja suður frá
aðaldalnum upp undir Odáðahraun. Milli þeirra verður
Sandmúli. Utan í honum er eyðibýli, og hafa þar fund-
lzt fornleifar oftar en einu sinni. Krossárgil er kletta-
Slúfur, mikið og djúpt. í því er móberg að mestu, en
Srágrýti efst, og mun jarðlögum þann veg skipað á þess-
uui slóðum. Vestan við fljótið, gegnt Krossá eða litlu
utar, stendur stakur hóll, er Galthóll heitir.
Neðst í Krókdal eru uppblástursrof nokkur, há og
eiukennileg. Þau heita Jónsbörð. Lagskipt móhella er í
börðunum, og eru þau síðustu leifar hins forna gróður-
fendis í dalnum. Fram af Jónsbörðum dregst dalurinn
saman, og heita þar Þrengsli. Bæði ofan og neðan við
þau eru fallegir malarhjallar, sums staðar tvöfaldir. Þeir
eru skáraför eftir fljótið. Neðst í Þrengslunum er lækj-
arkorn eitt, sem Vtri-Lambá heitir. Spölkorn fyrir sunn-
an hana sáum við aragrúa af gæsum uppi í hlíðinni.
Tóku þær til fótanna, er þær urðu okkar varar, og
reyndu að ná fljótinu. En við Tryggvi hleyptum hestun-
Urn og komumst fyrir þær. Snéru þær þá inn með hjöll-
Unum, en við á eftir á harðastökki. Hófst nú langur elt-
ln2aleikur, er lauk með því, að við drógum hópinn uppi
frammi á eyrunum, kippkorn frá fljótinu. Hugðum við
nu. að erftitt yrði að hafa á þeim hendur, en það fór
a annan veg. Þegar ekki dró undan, lögðust þær niður
°2 létust vera steindauðar. Þar gengum við að þeim og
sboðu3um þær í krók og kring, án þess að þær sýndu
n°kkurn lífsvott. Síðan lögðum við þær niður aftur, sum-
ar á bakið, og færðum okkur varlega fjær. Fyrst í stað
etu þær eitj{er{ ^ sér þæra. Svo opnuðu þær augun,
1 u til okkar útundan sér og tóku svo á rás með haus-
lnn niður við jörð. Ég furðaði mig mjög á þessari bragð-
VlSl> sem vafalaust er meðfædd svörun (reflex). Ef til