Andvari - 01.01.1938, Qupperneq 60
56
Frá óbyggðum II.
Andvari
safnað sandi í sig og að, svo að hana sjálfa, en þó eink-
um bakkana, bar hærra en sandinn í kring. Veitti hún
óspart vatni á báða bóga, unz hana þraut, og þar sem
vatnið náði til, var gróðurinn. Á bökkunum uxu ýmsar
kulvísar jurtir og virtust una sér vel, svo að stráin náðu
saman yfir stokkinn, en er fjær dró, tók við harðgerð-
ari gróður koll af kolli út í svartan sand. Ekki var þessi
blettur stærri en svo, að hestarnir fengu vel í sig með-
an áð var. Eg mældi hitann í lindinni, og reyndist hann
8° eða allmiklu meiri en meðalhiti loftsins, svo að auð-
sætt var, að vatnið hafði í sér yl úr jörðu, sem vermdi
hinn veika gróður og varði hann fyrir frosti og flug-
sandi, líkt og góðvildin meðal vor manna. Eg nefndi
lindina Gælu, en hagablettinn Gælufit.
Eftir þetta greiddum við ferðina um veðurgnúnar Ör-
æfaöldur, þar sem hestarnir óðu sandinn í hófhvarf.
Löng drög liggja að Öxnadalsá, og fórum við með þeim
um hríð. Þar eru flármyndanir víða í raklendum lægð-
um, og sér vel fyrir rústum í sandinum. Eru sumar
þeirra sprungnar og pollar við. Gróður er þó lítill og
sums staðar alls enginn. Sýnir þetta, að hann veldur eng-
um úrslitum um sköpun rústanna, eins og ýmsir hafa
þó ætlað.
Frá drögum þessum sveigðum við nokkuð til suð-
austurs, og leið eigi á löngu, áður en við komum að
Hraunárbotnum, breiðum slakka, hrauni huldum, og ligS"
ur hann frá Ódáðahrauni ofan að Hraunárdal, sem syðst-
ur er dala þeirra, er ganga upp frá Skjálfandafljóti, og
einna mestur. En milli hans og Oxnadals heitir Illagií
dalskvompa ein, sem gengur suðaustur í öræfin. Þar er
sauðland gott og svo jarðsælt, að fé bjargast af í góð'
um vetrum. Einhverju sinni vantaði Tryggva tvílembda
á af heimtum, en næsta vor kom hún fyrir með geml'